Fékk sjaldgæfa meðgöngueitrun Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. júní 2015 09:00 Þórunn Antonía er einn viðmælanda í nýjasta Glamour, hér ásamt dóttur sinni Freyju Sóley. Mynd/Sigga Ella Í nýjasta tölublaði Glamour má finna umfjöllun Ólafar Skaftadóttur undir yfirskriftinni Ertu nógu góð mamma? Glamour ræddi við mæður og fjölskylduráðgjafa um móðurhlutverkið og kröfur sem eru gerðar til mæðra. Eru kröfurnar frá okkur sjálfum komnar eða eru þær samfélagslegar? Þórunn Antonía Magnúsdóttir, Erla Björg Gunnarsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir ræða móðurhlutverkið og muninn á kynjunum í foreldrahlutverki og þær hvetja konur til að brjótast undan harðstjóranum sem býr innra með okkur flestum.Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir fjölskylduráðgjafi segir margar mæður upplifa klemmu milli fjölskyldulífs og starfsferils.#FrelsumMömmuÚr nýjasta tölublaði Glamour. „Varðandi útlitskröfur – þá var það þannig hjá mér að ég þyngdist mikið á meðgöngunni vegna þess að ég borðaði meira og vegna þess að ég fékk sjaldgæfa meðgöngueitrun (HELLP). Ég var alveg afmynduð af bjúg undir lokin, en það rann allt fljótt af mér með brjóstagjöf og ég grenntist hratt án þess að vera eitthvað að pæla í því. Ég fékk að heyra misfallegar athugasemdir frá öðrum konum varðandi það. Þær spurðu mig hvort ég væri ekki að borða og hvort ég væri að æla matnum mínum. Langflestir hrósa manni samt og eru næs, en fólk virðist pæla mikið í þessu,“ segir Þórunn Antonía söngkona. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar, hvort sem fólk er feitt eða mjótt. Það er aldrei í lagi að saka einhvern um að vera með átröskun, sérstaklega ekki þreytta, nýbakaða móður með barn á brjósti sem er jafnvel heldur óörugg með að fara aftur út á meðal fólks eftir krónískt náttfatapartí síðustu mánaða,“ útskýrir hún og brosir. Hægt er að lesa meira í nýjasta tölublaði Glamour sem kemur í verslanir í dag. Pantaðu áskrift hérFylgstu með Glamour á Facebook og Instagram. Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour H&M gerir línu úr endurunnum fötum Glamour Lék sér með UGG-skóna umdeildu Glamour Beyonce í sérsaumuðu Balmain og Gucci Glamour Hvað er Met Gala? Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour Miranda Kerr trúlofuð forstjóra Snapchat Glamour Kynlíf á túr Glamour Sænski prinsinn genginn út Glamour
Í nýjasta tölublaði Glamour má finna umfjöllun Ólafar Skaftadóttur undir yfirskriftinni Ertu nógu góð mamma? Glamour ræddi við mæður og fjölskylduráðgjafa um móðurhlutverkið og kröfur sem eru gerðar til mæðra. Eru kröfurnar frá okkur sjálfum komnar eða eru þær samfélagslegar? Þórunn Antonía Magnúsdóttir, Erla Björg Gunnarsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir ræða móðurhlutverkið og muninn á kynjunum í foreldrahlutverki og þær hvetja konur til að brjótast undan harðstjóranum sem býr innra með okkur flestum.Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir fjölskylduráðgjafi segir margar mæður upplifa klemmu milli fjölskyldulífs og starfsferils.#FrelsumMömmuÚr nýjasta tölublaði Glamour. „Varðandi útlitskröfur – þá var það þannig hjá mér að ég þyngdist mikið á meðgöngunni vegna þess að ég borðaði meira og vegna þess að ég fékk sjaldgæfa meðgöngueitrun (HELLP). Ég var alveg afmynduð af bjúg undir lokin, en það rann allt fljótt af mér með brjóstagjöf og ég grenntist hratt án þess að vera eitthvað að pæla í því. Ég fékk að heyra misfallegar athugasemdir frá öðrum konum varðandi það. Þær spurðu mig hvort ég væri ekki að borða og hvort ég væri að æla matnum mínum. Langflestir hrósa manni samt og eru næs, en fólk virðist pæla mikið í þessu,“ segir Þórunn Antonía söngkona. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar, hvort sem fólk er feitt eða mjótt. Það er aldrei í lagi að saka einhvern um að vera með átröskun, sérstaklega ekki þreytta, nýbakaða móður með barn á brjósti sem er jafnvel heldur óörugg með að fara aftur út á meðal fólks eftir krónískt náttfatapartí síðustu mánaða,“ útskýrir hún og brosir. Hægt er að lesa meira í nýjasta tölublaði Glamour sem kemur í verslanir í dag. Pantaðu áskrift hérFylgstu með Glamour á Facebook og Instagram.
Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour H&M gerir línu úr endurunnum fötum Glamour Lék sér með UGG-skóna umdeildu Glamour Beyonce í sérsaumuðu Balmain og Gucci Glamour Hvað er Met Gala? Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour Miranda Kerr trúlofuð forstjóra Snapchat Glamour Kynlíf á túr Glamour Sænski prinsinn genginn út Glamour