Meiri vöxtur í sölu bíla til almennings en bílaleiga Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2015 11:43 Vel hefur gengið hjá BL að selja bíla bæði til almennings og bílaleiga. Hér sést Nissan Qashqai. Þrátt fyrir að mikil aukning sé í ár í sölu nýrra bíla til bílaleiga vegna hins mikla ferðamannastraum sem er nú til landsins er sala bíla til almenning örlitlu meiri. Sala bíla til bílaleiga hefur vaxið um 40% frá fyrra ári, en salan í heild er 41% meiri. Vel gengur að selja bíla hjá flestum bílaumboðum landsins. Sem dæmi eru nýskráningar bíla hjá BL ehf. fyrstu fimm mánuði ársins 48 prósentum fleiri en á sama tímabili 2014 og 7% prósentum fleiri en sem nam heildarstækkun bílamarkaðarins á tímabilinu í ár. Alls voru skráðir 602 bílar hjá BL í maí; 202 til einstaklinga og fyrirtækja og 400 til bílaleiga. Almennt stækkaði markaðurinn um 20% í maí borið saman við maí 2014. Markaðshlutdeild BL til einstaklinga og fyrirtækja er nú 26,5% og 20,4% á markaði bílaleiga. Á sendibílamarkaði nemur hlutdeild BL 39 prósentum það sem af er ári. Alls fengu bílaleigur landsins afhentan 3531 bíl frá bílaumboðunum fyrstu fimm mánuði ársins, þar af 1957 bíla í maí. Miðað við apríl nemur aukningin 1180 bílum. Það sem af er ári hefur floti bílaleiganna ekki haldið í við vöxt bílamarkaðarins í heild sem var 41% fyrstu fimm mánuði ársins, en 39,8% til bílaleiga. Á árinu 2014 keyptu bílaleigurnar alls 4462 bíla. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent
Þrátt fyrir að mikil aukning sé í ár í sölu nýrra bíla til bílaleiga vegna hins mikla ferðamannastraum sem er nú til landsins er sala bíla til almenning örlitlu meiri. Sala bíla til bílaleiga hefur vaxið um 40% frá fyrra ári, en salan í heild er 41% meiri. Vel gengur að selja bíla hjá flestum bílaumboðum landsins. Sem dæmi eru nýskráningar bíla hjá BL ehf. fyrstu fimm mánuði ársins 48 prósentum fleiri en á sama tímabili 2014 og 7% prósentum fleiri en sem nam heildarstækkun bílamarkaðarins á tímabilinu í ár. Alls voru skráðir 602 bílar hjá BL í maí; 202 til einstaklinga og fyrirtækja og 400 til bílaleiga. Almennt stækkaði markaðurinn um 20% í maí borið saman við maí 2014. Markaðshlutdeild BL til einstaklinga og fyrirtækja er nú 26,5% og 20,4% á markaði bílaleiga. Á sendibílamarkaði nemur hlutdeild BL 39 prósentum það sem af er ári. Alls fengu bílaleigur landsins afhentan 3531 bíl frá bílaumboðunum fyrstu fimm mánuði ársins, þar af 1957 bíla í maí. Miðað við apríl nemur aukningin 1180 bílum. Það sem af er ári hefur floti bílaleiganna ekki haldið í við vöxt bílamarkaðarins í heild sem var 41% fyrstu fimm mánuði ársins, en 39,8% til bílaleiga. Á árinu 2014 keyptu bílaleigurnar alls 4462 bíla.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent