BMW ákveður smíði X2 jepplings Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2015 10:54 BMW X2, enn einn bíllinn í flokki jepplinga og jeppa lúxusbílaframleiðendanna. Stjórn BMW hefur samþykkt framleiðslu X2 jepplings sem keppa á við Range Rover Evoque bílinn. Lögun bílsins verður í ætt við X4 og X6 bílana sem eru með háum afturenda. Svo virðist sem BMW sé langt komið með hönnun bílsins þar sem hann fer í prófanir eftir nokkrar vikur. Bíllinn mun koma í sölu árið 2017 að sögn bílatímaritsins Autocar. BMW X2 verður byggður á sama undirvagni og næsta kynslóð X1 jepplingsins og hins nýja BMW 2 Active Tourer. BMW ætlar með þessum bíl að svara Audi og Mercedes Benz sem einnig eru að fjölga jepplingum og jeppum sínum. Hörð barátta er á milli þessara þriggja þýsku lúxusbílaframleiðenda um hvort þeirra selur fleiri bíla og ætlar BMW ekki að gefa neitt eftir í þessum slag og veðjar eins og svo margur bílaframleiðandinn í dag á vinsældir jepplinga. BMW X2 verður fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, að sögn Autocar. Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent
Stjórn BMW hefur samþykkt framleiðslu X2 jepplings sem keppa á við Range Rover Evoque bílinn. Lögun bílsins verður í ætt við X4 og X6 bílana sem eru með háum afturenda. Svo virðist sem BMW sé langt komið með hönnun bílsins þar sem hann fer í prófanir eftir nokkrar vikur. Bíllinn mun koma í sölu árið 2017 að sögn bílatímaritsins Autocar. BMW X2 verður byggður á sama undirvagni og næsta kynslóð X1 jepplingsins og hins nýja BMW 2 Active Tourer. BMW ætlar með þessum bíl að svara Audi og Mercedes Benz sem einnig eru að fjölga jepplingum og jeppum sínum. Hörð barátta er á milli þessara þriggja þýsku lúxusbílaframleiðenda um hvort þeirra selur fleiri bíla og ætlar BMW ekki að gefa neitt eftir í þessum slag og veðjar eins og svo margur bílaframleiðandinn í dag á vinsældir jepplinga. BMW X2 verður fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, að sögn Autocar.
Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent