Sport

Páll Óskar fór á kostum á setningarhátíðinni | Sjáðu myndirnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Páll Óskar.
Páll Óskar. vísir/ernir
Smáþjóðaleikarnir, þeir 16. í röðinni, hefjast í dag en setningarhátíðin fór fram í Laugardalshöll í gærkvöldi.

Setningarhátíðin var glæsileg þar sem poppstjarnan Páll Óskar hélt uppi stuðinu, en hann flutti mörg af sínum þekktustu og bestu lögum.

Hlynur Bæringsson var fánaberi Íslands og Ólympíufarinn og Íslandsmethafinn í spjótkasti, Ásdís Hjálmsdóttir, fór með eið fyrir hönd keppenda.

Á Smáþjóðaleikunum 2015 er keppt í ellefu íþróttagreinum  Þær eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, áhaldafimleikar og golf en keppendur er rúmlega 700 talsins í ár.

Alls telja þátttakendur; keppendur, þjálfarar og fylgdarlið um 1200 manns.

Hér að ofan má sjá myndir sem Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók á setningarhátíðinni í gærkvöldi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×