Íslenski boltinn

KR og FH mætast í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
KR er ríkjandi bikarmeistari.
KR er ríkjandi bikarmeistari. Vísir/Andri Marinó
KR og FH drógust saman í bikarnum en dregið var í átta liða úrslit Borgunarbikars karla í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ.

Sjö Pepsi-deildarlið voru í pottinum sem þýðir að í þremur af leikjum af fjórum mætast tvö úrvalsdeildarlið. KA er eina 1. deildarliðið og þeir fá spútniklið Fjölni í heimsókn norður.

Bikarmeistarar KR fá heimaleik á móti toppliði Pepsi-deildar karla, FH, en þetta verður annað árið í röð sem liðin mætast í bikarnum. KR vann 1-0 sigur í leik liðanna í fyrra sem fór fram í 32 liða úrslitunum. KR fór síðan alla leið og vann bikarinn.

Hinir úrvalsdeildarslagirnir eru leikur Víkings og Val í Fossvoginum og leikur ÍBV og Fylkis í Eyjum.

Leikdagar eru sunnudagurinn 6. og mánudagurinn 7. júlí.

Átta liða úrslit Borgunarbikars karla 2015:

KR - FH

KA - Fjölnir

Víkingur - Valur

ÍBV - Fylkir








Fleiri fréttir

Sjá meira


×