Sport

Refsað fyrir að skoða Instagram í miðjum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pablo Sandoval, leikmaður Boston Red Sox.
Pablo Sandoval, leikmaður Boston Red Sox. Vísir/Getty
Pablo Sandoval, leikmaður Boston Red Sox í bandarísku hafnaboltadeildinni, var hent á bekkinn fyrir leik liðsins gegn Atlanta Braves í gær.

Ástæðan er sú að Sandoval var í símanum í miðjum leik kvöldið áður. Það komst upp um hann þegar sást að hann hafði „líkað við“ nokkrar myndir á samskiptavefnum Instagram.

„Ég gerði mistök og brást liðsfélögum mínum,“ sagði hann við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég hef lært af þessu og þetta mun ekki gerast aftur.“

Sandoval líkaði við tvær myndir á meðan hann brá sér á salernið í miðjum leik, sem honum er leyfilegt að gera. En hann má ekki fara í símann á meðan leiknum stendur - hvar sem hann er.

„Ég ýtti á rangan hnapp á röngum tíma. Ég ýtti á „like“. Ég var á salerninu. Ég greip bara í símann á meðan.“

„Ég bið liðsfélaga mína afsökunar, liðið og félagið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×