Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 0-3 | Auðvelt hjá Fylkismönnum Stefán Árni Pálsson skrifar 18. júní 2015 12:11 Fylkismenn eru komnir áfram í 8-liða úrslitin. Vísir/stefán Fylkismenn hefndu fyrir tapið í Pepsi-deildinni um daginn þegar liðið sló Íslandsmeistara Stjörnunnar úr leik í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og fór hann 3-0 fyrir Fylki. Tómas Joð Þorsteinsson, Albert Brynjar Ingason og Ragnar Bragi Sveinsson gerði allir sitt markið hver fyrir Fylkismenn. Liðin voru bæði ákveðin alveg frá fyrstu mínútu og bæði líklega til þess að skora mark. Fylkismenn voru samt sem áður örlítið sterkari og með Albert Brynjar Ingason alveg á fulli í fremstu víglínu. Stjörnumenn áttu oft erfitt með að ráða við hraðan á honum. Gestirnir fengu nokkur góð færi áður en bakvörðurinn Tómas Joð Þorsteinsson skoraði laglegt mark fyrir Fylki. Tómas fékk boltann við vítateigsbogann og smurði hann í netið með vinstri fæti. Stjörnumenn hrukku vel í gang eftir markið og áttu nokkur tækifæri til að koma sér í góð færi, það vantaði samt alltaf þessa úrslitasendingu sem skilur oft á milli. Staðan var því 1-0 í hálfleik. Stjarnan byrjaði betur í síðari hálfleiknum og ætluðu sér greinilega að jafna metin strax. Rúnar Páll gerði tvær breytingar í hálfleiknum og setti Veigar Pál og Arnar Már inn á völlinn. Hann var greinilega ekki sáttur með sóknarleik heimamanna í fyrri hálfleik. Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur en þegar leið á hann fór botninn nokkuð úr þeirra sóknarleik. Fylkismenn beittu markvissum skyndisóknum og voru alltaf hættulegir. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum setti Albert Brynjar annað mark Fylkismann þegar hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Svein Sigurð Jóhannesson í marki Stjörnunnar. Áður hafði Brynjar Gauti misst boltann frá sér á versta stað og það nýtti Albert sér vel. Fylkismenn náðu síðan að gera útum leikinn undir lokin þegar Ragnar Bragi Sveinsson skoraði þriðja markið. Þeir appelsínugulu unnu því nokkuð auðveldan sigur á Stjörnunni og eru komnir í 8-liða úrslitin. Tómas: Brutum ísinn með markinu mínuTómas Joð Þorsteinsson.Vísir/Daníel„Ég var bara mjög ánægður með að skora, vinna boltann þarna á miðjunni og fylgja því eftir,“ segir Tómas Joð Þorsteinsson, leikmaður Fylkis, eftir leikinn. „Ég er bara gríðarlega ánægður með leik okkar í heild sinni,“ segir Tómas en Fylkir tapaði fyrir Stjörnunni 2-0 aðeins fyrir nokkrum dögum. „Við gerum alveg slatta vel í þeim leik en það vantaði að brjóta ísinn. Það gerum við í kvöld með mínu marki.“ Tómas segir að Fylkir hafi skapað sér fullt af færum í kvöld en á sama tíma hafi Stjarnan ekki skapað sér mörg. „Við horfum mikið á þessa keppni. Það munaði engu að við hefðum dottið út gegn Njarðvíkingum og núna erum við komnir í 8-liða úrlitin. Það er alltaf gaman að taka þátt í svona ævintýri.“ Halldór: Náðum aldrei að enda okkur sóknir velHalldór Orri.„Þetta er bara gríðarlega svekkjandi og mikil vonbrigði,“ segir Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. „Mér fannst við byrja þetta ágætlega og héldum boltanum nokkuð vel. Síðan ná þeir að skora og það breyttist eitthvað þegar við erum lentir undir.“ Halldór segir að það hafi aldrei gengið að klára sóknirnar með góðri lokasendingu. „Við náðum aldrei að enda okkar sóknir vel og þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld. Hann segir að ekki hafi verið um eitthvað vanmat að ræða. „Þeir mæta auðvitað særðir eftir tapið á móti okkur á mánudaginn og þetta féll einnig með þeim í dag.“ Íslenski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Fylkismenn hefndu fyrir tapið í Pepsi-deildinni um daginn þegar liðið sló Íslandsmeistara Stjörnunnar úr leik í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og fór hann 3-0 fyrir Fylki. Tómas Joð Þorsteinsson, Albert Brynjar Ingason og Ragnar Bragi Sveinsson gerði allir sitt markið hver fyrir Fylkismenn. Liðin voru bæði ákveðin alveg frá fyrstu mínútu og bæði líklega til þess að skora mark. Fylkismenn voru samt sem áður örlítið sterkari og með Albert Brynjar Ingason alveg á fulli í fremstu víglínu. Stjörnumenn áttu oft erfitt með að ráða við hraðan á honum. Gestirnir fengu nokkur góð færi áður en bakvörðurinn Tómas Joð Þorsteinsson skoraði laglegt mark fyrir Fylki. Tómas fékk boltann við vítateigsbogann og smurði hann í netið með vinstri fæti. Stjörnumenn hrukku vel í gang eftir markið og áttu nokkur tækifæri til að koma sér í góð færi, það vantaði samt alltaf þessa úrslitasendingu sem skilur oft á milli. Staðan var því 1-0 í hálfleik. Stjarnan byrjaði betur í síðari hálfleiknum og ætluðu sér greinilega að jafna metin strax. Rúnar Páll gerði tvær breytingar í hálfleiknum og setti Veigar Pál og Arnar Már inn á völlinn. Hann var greinilega ekki sáttur með sóknarleik heimamanna í fyrri hálfleik. Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur en þegar leið á hann fór botninn nokkuð úr þeirra sóknarleik. Fylkismenn beittu markvissum skyndisóknum og voru alltaf hættulegir. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum setti Albert Brynjar annað mark Fylkismann þegar hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Svein Sigurð Jóhannesson í marki Stjörnunnar. Áður hafði Brynjar Gauti misst boltann frá sér á versta stað og það nýtti Albert sér vel. Fylkismenn náðu síðan að gera útum leikinn undir lokin þegar Ragnar Bragi Sveinsson skoraði þriðja markið. Þeir appelsínugulu unnu því nokkuð auðveldan sigur á Stjörnunni og eru komnir í 8-liða úrslitin. Tómas: Brutum ísinn með markinu mínuTómas Joð Þorsteinsson.Vísir/Daníel„Ég var bara mjög ánægður með að skora, vinna boltann þarna á miðjunni og fylgja því eftir,“ segir Tómas Joð Þorsteinsson, leikmaður Fylkis, eftir leikinn. „Ég er bara gríðarlega ánægður með leik okkar í heild sinni,“ segir Tómas en Fylkir tapaði fyrir Stjörnunni 2-0 aðeins fyrir nokkrum dögum. „Við gerum alveg slatta vel í þeim leik en það vantaði að brjóta ísinn. Það gerum við í kvöld með mínu marki.“ Tómas segir að Fylkir hafi skapað sér fullt af færum í kvöld en á sama tíma hafi Stjarnan ekki skapað sér mörg. „Við horfum mikið á þessa keppni. Það munaði engu að við hefðum dottið út gegn Njarðvíkingum og núna erum við komnir í 8-liða úrlitin. Það er alltaf gaman að taka þátt í svona ævintýri.“ Halldór: Náðum aldrei að enda okkur sóknir velHalldór Orri.„Þetta er bara gríðarlega svekkjandi og mikil vonbrigði,“ segir Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. „Mér fannst við byrja þetta ágætlega og héldum boltanum nokkuð vel. Síðan ná þeir að skora og það breyttist eitthvað þegar við erum lentir undir.“ Halldór segir að það hafi aldrei gengið að klára sóknirnar með góðri lokasendingu. „Við náðum aldrei að enda okkar sóknir vel og þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld. Hann segir að ekki hafi verið um eitthvað vanmat að ræða. „Þeir mæta auðvitað særðir eftir tapið á móti okkur á mánudaginn og þetta féll einnig með þeim í dag.“
Íslenski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira