Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 0-3 | Auðvelt hjá Fylkismönnum Stefán Árni Pálsson skrifar 18. júní 2015 12:11 Fylkismenn eru komnir áfram í 8-liða úrslitin. Vísir/stefán Fylkismenn hefndu fyrir tapið í Pepsi-deildinni um daginn þegar liðið sló Íslandsmeistara Stjörnunnar úr leik í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og fór hann 3-0 fyrir Fylki. Tómas Joð Þorsteinsson, Albert Brynjar Ingason og Ragnar Bragi Sveinsson gerði allir sitt markið hver fyrir Fylkismenn. Liðin voru bæði ákveðin alveg frá fyrstu mínútu og bæði líklega til þess að skora mark. Fylkismenn voru samt sem áður örlítið sterkari og með Albert Brynjar Ingason alveg á fulli í fremstu víglínu. Stjörnumenn áttu oft erfitt með að ráða við hraðan á honum. Gestirnir fengu nokkur góð færi áður en bakvörðurinn Tómas Joð Þorsteinsson skoraði laglegt mark fyrir Fylki. Tómas fékk boltann við vítateigsbogann og smurði hann í netið með vinstri fæti. Stjörnumenn hrukku vel í gang eftir markið og áttu nokkur tækifæri til að koma sér í góð færi, það vantaði samt alltaf þessa úrslitasendingu sem skilur oft á milli. Staðan var því 1-0 í hálfleik. Stjarnan byrjaði betur í síðari hálfleiknum og ætluðu sér greinilega að jafna metin strax. Rúnar Páll gerði tvær breytingar í hálfleiknum og setti Veigar Pál og Arnar Már inn á völlinn. Hann var greinilega ekki sáttur með sóknarleik heimamanna í fyrri hálfleik. Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur en þegar leið á hann fór botninn nokkuð úr þeirra sóknarleik. Fylkismenn beittu markvissum skyndisóknum og voru alltaf hættulegir. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum setti Albert Brynjar annað mark Fylkismann þegar hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Svein Sigurð Jóhannesson í marki Stjörnunnar. Áður hafði Brynjar Gauti misst boltann frá sér á versta stað og það nýtti Albert sér vel. Fylkismenn náðu síðan að gera útum leikinn undir lokin þegar Ragnar Bragi Sveinsson skoraði þriðja markið. Þeir appelsínugulu unnu því nokkuð auðveldan sigur á Stjörnunni og eru komnir í 8-liða úrslitin. Tómas: Brutum ísinn með markinu mínuTómas Joð Þorsteinsson.Vísir/Daníel„Ég var bara mjög ánægður með að skora, vinna boltann þarna á miðjunni og fylgja því eftir,“ segir Tómas Joð Þorsteinsson, leikmaður Fylkis, eftir leikinn. „Ég er bara gríðarlega ánægður með leik okkar í heild sinni,“ segir Tómas en Fylkir tapaði fyrir Stjörnunni 2-0 aðeins fyrir nokkrum dögum. „Við gerum alveg slatta vel í þeim leik en það vantaði að brjóta ísinn. Það gerum við í kvöld með mínu marki.“ Tómas segir að Fylkir hafi skapað sér fullt af færum í kvöld en á sama tíma hafi Stjarnan ekki skapað sér mörg. „Við horfum mikið á þessa keppni. Það munaði engu að við hefðum dottið út gegn Njarðvíkingum og núna erum við komnir í 8-liða úrlitin. Það er alltaf gaman að taka þátt í svona ævintýri.“ Halldór: Náðum aldrei að enda okkur sóknir velHalldór Orri.„Þetta er bara gríðarlega svekkjandi og mikil vonbrigði,“ segir Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. „Mér fannst við byrja þetta ágætlega og héldum boltanum nokkuð vel. Síðan ná þeir að skora og það breyttist eitthvað þegar við erum lentir undir.“ Halldór segir að það hafi aldrei gengið að klára sóknirnar með góðri lokasendingu. „Við náðum aldrei að enda okkar sóknir vel og þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld. Hann segir að ekki hafi verið um eitthvað vanmat að ræða. „Þeir mæta auðvitað særðir eftir tapið á móti okkur á mánudaginn og þetta féll einnig með þeim í dag.“ Íslenski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Fylkismenn hefndu fyrir tapið í Pepsi-deildinni um daginn þegar liðið sló Íslandsmeistara Stjörnunnar úr leik í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og fór hann 3-0 fyrir Fylki. Tómas Joð Þorsteinsson, Albert Brynjar Ingason og Ragnar Bragi Sveinsson gerði allir sitt markið hver fyrir Fylkismenn. Liðin voru bæði ákveðin alveg frá fyrstu mínútu og bæði líklega til þess að skora mark. Fylkismenn voru samt sem áður örlítið sterkari og með Albert Brynjar Ingason alveg á fulli í fremstu víglínu. Stjörnumenn áttu oft erfitt með að ráða við hraðan á honum. Gestirnir fengu nokkur góð færi áður en bakvörðurinn Tómas Joð Þorsteinsson skoraði laglegt mark fyrir Fylki. Tómas fékk boltann við vítateigsbogann og smurði hann í netið með vinstri fæti. Stjörnumenn hrukku vel í gang eftir markið og áttu nokkur tækifæri til að koma sér í góð færi, það vantaði samt alltaf þessa úrslitasendingu sem skilur oft á milli. Staðan var því 1-0 í hálfleik. Stjarnan byrjaði betur í síðari hálfleiknum og ætluðu sér greinilega að jafna metin strax. Rúnar Páll gerði tvær breytingar í hálfleiknum og setti Veigar Pál og Arnar Már inn á völlinn. Hann var greinilega ekki sáttur með sóknarleik heimamanna í fyrri hálfleik. Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur en þegar leið á hann fór botninn nokkuð úr þeirra sóknarleik. Fylkismenn beittu markvissum skyndisóknum og voru alltaf hættulegir. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum setti Albert Brynjar annað mark Fylkismann þegar hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Svein Sigurð Jóhannesson í marki Stjörnunnar. Áður hafði Brynjar Gauti misst boltann frá sér á versta stað og það nýtti Albert sér vel. Fylkismenn náðu síðan að gera útum leikinn undir lokin þegar Ragnar Bragi Sveinsson skoraði þriðja markið. Þeir appelsínugulu unnu því nokkuð auðveldan sigur á Stjörnunni og eru komnir í 8-liða úrslitin. Tómas: Brutum ísinn með markinu mínuTómas Joð Þorsteinsson.Vísir/Daníel„Ég var bara mjög ánægður með að skora, vinna boltann þarna á miðjunni og fylgja því eftir,“ segir Tómas Joð Þorsteinsson, leikmaður Fylkis, eftir leikinn. „Ég er bara gríðarlega ánægður með leik okkar í heild sinni,“ segir Tómas en Fylkir tapaði fyrir Stjörnunni 2-0 aðeins fyrir nokkrum dögum. „Við gerum alveg slatta vel í þeim leik en það vantaði að brjóta ísinn. Það gerum við í kvöld með mínu marki.“ Tómas segir að Fylkir hafi skapað sér fullt af færum í kvöld en á sama tíma hafi Stjarnan ekki skapað sér mörg. „Við horfum mikið á þessa keppni. Það munaði engu að við hefðum dottið út gegn Njarðvíkingum og núna erum við komnir í 8-liða úrlitin. Það er alltaf gaman að taka þátt í svona ævintýri.“ Halldór: Náðum aldrei að enda okkur sóknir velHalldór Orri.„Þetta er bara gríðarlega svekkjandi og mikil vonbrigði,“ segir Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. „Mér fannst við byrja þetta ágætlega og héldum boltanum nokkuð vel. Síðan ná þeir að skora og það breyttist eitthvað þegar við erum lentir undir.“ Halldór segir að það hafi aldrei gengið að klára sóknirnar með góðri lokasendingu. „Við náðum aldrei að enda okkar sóknir vel og þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld. Hann segir að ekki hafi verið um eitthvað vanmat að ræða. „Þeir mæta auðvitað særðir eftir tapið á móti okkur á mánudaginn og þetta féll einnig með þeim í dag.“
Íslenski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn