Svissneska parið dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2015 15:28 Parið var dæmt fyrir nokkra þjófnaði á Vestfjörðum. Svissneska parið sem braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði í liðinni viku, og var handtekið í gær, var í dag dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir nokkra þjófnaði í umdæminu. Fólkið er nú laust úr haldi lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum var ákæra á hendur parinu gefin út í dag og fékk málið sérstaka flýtimeðferð þar sem um ferðamenn er að ræða.Sjá einnig: Parið hélt Árneshreppi í gíslingu Parið var dæmt fyrir að hafa farið í tvígang í óleyfi inn í bárujárnsklæddan reykkofa við tjaldstæði og stolið þaðan reyktum rauðmaga sem þau svo borðuðu. Þá voru þau einnig dæmd fyrir að brjótast inn í verslun og stela þaðan 25.000 krónum í reiðufé. Þaðan stálu þau jafnframt vörum fyrir um 100 þúsund krónur, meðal annars matvöru, hannyrðum, sokkum og dömubindum. Þau játuðu brot sín fyrir dómi en ekki liggur fyrir hvort þau eigi sakaferil að baki erlendis. Áður hafði fólkið játað að hafa brotist inn í Kaupfélagið í Norðurfirði og fóru þau þangað í fylgd lögreglu og greiddu fyrir þær vörur sem þau tóku þar. Erfitt getur reynst að vísa fólkinu úr landi þar sem þau eru svissneskir ríkisborgarar. Dómurinn yfir þeim og gögn tengd honum hafa þó verið send til Útlendingastofnunar sem mun þá leggja mat á hvort þeim verði vísað frá landinu eður ei.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var talað um Norðfjörð. Hið rétta er að um Norðurfjörð var að ræða. Hefur þetta verið leiðrétt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Handtekin í þágu rannsóknar Lögregla hafði í gær hendur á hári þjófóttra ferðamanna á Ströndum. 16. júní 2015 08:00 Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði en heldur kyrru fyrir á staðnum, í tjaldi sínu, eins og ekkert hafi í skorist. 12. júní 2015 14:49 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Svissneska parið sem braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði í liðinni viku, og var handtekið í gær, var í dag dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir nokkra þjófnaði í umdæminu. Fólkið er nú laust úr haldi lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum var ákæra á hendur parinu gefin út í dag og fékk málið sérstaka flýtimeðferð þar sem um ferðamenn er að ræða.Sjá einnig: Parið hélt Árneshreppi í gíslingu Parið var dæmt fyrir að hafa farið í tvígang í óleyfi inn í bárujárnsklæddan reykkofa við tjaldstæði og stolið þaðan reyktum rauðmaga sem þau svo borðuðu. Þá voru þau einnig dæmd fyrir að brjótast inn í verslun og stela þaðan 25.000 krónum í reiðufé. Þaðan stálu þau jafnframt vörum fyrir um 100 þúsund krónur, meðal annars matvöru, hannyrðum, sokkum og dömubindum. Þau játuðu brot sín fyrir dómi en ekki liggur fyrir hvort þau eigi sakaferil að baki erlendis. Áður hafði fólkið játað að hafa brotist inn í Kaupfélagið í Norðurfirði og fóru þau þangað í fylgd lögreglu og greiddu fyrir þær vörur sem þau tóku þar. Erfitt getur reynst að vísa fólkinu úr landi þar sem þau eru svissneskir ríkisborgarar. Dómurinn yfir þeim og gögn tengd honum hafa þó verið send til Útlendingastofnunar sem mun þá leggja mat á hvort þeim verði vísað frá landinu eður ei.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var talað um Norðfjörð. Hið rétta er að um Norðurfjörð var að ræða. Hefur þetta verið leiðrétt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Handtekin í þágu rannsóknar Lögregla hafði í gær hendur á hári þjófóttra ferðamanna á Ströndum. 16. júní 2015 08:00 Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði en heldur kyrru fyrir á staðnum, í tjaldi sínu, eins og ekkert hafi í skorist. 12. júní 2015 14:49 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Handtekin í þágu rannsóknar Lögregla hafði í gær hendur á hári þjófóttra ferðamanna á Ströndum. 16. júní 2015 08:00
Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði en heldur kyrru fyrir á staðnum, í tjaldi sínu, eins og ekkert hafi í skorist. 12. júní 2015 14:49