Rúmenía og Wales í efsta styrkleikaflokki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2015 10:38 Gareth Bale. Vísir/Getty Þó svo að næsti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, verði ekki gefinn út fyrr en 9. júlí er búið að reikna út að sigur Íslands á Tékklandi tryggir okkar mönnum sæti í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni HM 2018. Það er ótrúleg breyting á skömmum tíma því þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni HM 2014 var Ísland í sjötta styrkleikaflokki með liðum á borð við Liechtenstein, Lúxemborg, Andorra og San Marínó. Nú er hins vegar ljóst að Ísland sleppur við að lenda í riðli með sterkum liðum á borð við Sviss, Tékkland, Frakkland, Danmörku og annað hvort Króatíu eða Ítalíu. En öskubuskasaga íslenska landsliðsins er þó ekki eina dæmið um hversu fljótt hlutirnir breytast í knattspyrnunni. Wales var einnig í neðsta styrkleikaflokki fyrir HM 2014 en verður í þeim efsta þegar dregið verður í riðla fyrir HM 2018 í næsta mánuði. Gareth Bale tryggði Wales sigur á Belgíu á föstudag en Belgar eru í öðru sæti á núverandi styrkleikalista FIFA. Það eru aðeins fjögur ár síðan að Wales var í 117. sæti listans en með sigrinum er reiknað með því að Wales verði í sjöunda sæti í næstu útgáfu. Rúmenía var öruggt með sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir leiki helgarinnar en liðið hefur náð frábærum árangri í F-riðli þar sem það trónir ósigrað á toppnum. Dale Johnson, blaðamaður ESPN, hefur reiknað út stigagjöfina fyrir styrkleikalista FIFA og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi lið verði í efsta styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 1: Germany, Belgium, Netherlands, Romania, England, Wales, Portugal, Spain, Croatia/Italy — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015 Sigur Íslands á Tékklandi á föstudag tryggði svo að strákarnir okkar rjúka upp FIFA-listann á nýjan leik og verða þeir þá í öðrum styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 2: Croatia/Italy, Slovakia, Austria, Switzerland, Czech Republic, France, Iceland, Denmark, Bosnia-Herzegovina — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015Eins og sjá má á enn eftir að koma í ljós hvort að Króatía eða Ítalía verður í efsta styrkleikaflokki. Það ræðst annað kvöld þegar Ítalía mætir Portúgal. Ítalir verða í efsta flokki með sigri, annars Króatía. Það má svo sjá að það eru mörg afar sterk lið í þriðja styrkleikaflokki en athygli vekur einnig að Færeyingar komu sér alla leið upp í fjórða styrkleikaflokk með sigrinum á Grikklandi um helgina, sem er magnað afrek. Færeyjar verða þar í flokki með löndum eins og Írlandi, Noregi, Tyrklandi og Slóveníu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
Þó svo að næsti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, verði ekki gefinn út fyrr en 9. júlí er búið að reikna út að sigur Íslands á Tékklandi tryggir okkar mönnum sæti í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni HM 2018. Það er ótrúleg breyting á skömmum tíma því þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni HM 2014 var Ísland í sjötta styrkleikaflokki með liðum á borð við Liechtenstein, Lúxemborg, Andorra og San Marínó. Nú er hins vegar ljóst að Ísland sleppur við að lenda í riðli með sterkum liðum á borð við Sviss, Tékkland, Frakkland, Danmörku og annað hvort Króatíu eða Ítalíu. En öskubuskasaga íslenska landsliðsins er þó ekki eina dæmið um hversu fljótt hlutirnir breytast í knattspyrnunni. Wales var einnig í neðsta styrkleikaflokki fyrir HM 2014 en verður í þeim efsta þegar dregið verður í riðla fyrir HM 2018 í næsta mánuði. Gareth Bale tryggði Wales sigur á Belgíu á föstudag en Belgar eru í öðru sæti á núverandi styrkleikalista FIFA. Það eru aðeins fjögur ár síðan að Wales var í 117. sæti listans en með sigrinum er reiknað með því að Wales verði í sjöunda sæti í næstu útgáfu. Rúmenía var öruggt með sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir leiki helgarinnar en liðið hefur náð frábærum árangri í F-riðli þar sem það trónir ósigrað á toppnum. Dale Johnson, blaðamaður ESPN, hefur reiknað út stigagjöfina fyrir styrkleikalista FIFA og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi lið verði í efsta styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 1: Germany, Belgium, Netherlands, Romania, England, Wales, Portugal, Spain, Croatia/Italy — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015 Sigur Íslands á Tékklandi á föstudag tryggði svo að strákarnir okkar rjúka upp FIFA-listann á nýjan leik og verða þeir þá í öðrum styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 2: Croatia/Italy, Slovakia, Austria, Switzerland, Czech Republic, France, Iceland, Denmark, Bosnia-Herzegovina — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015Eins og sjá má á enn eftir að koma í ljós hvort að Króatía eða Ítalía verður í efsta styrkleikaflokki. Það ræðst annað kvöld þegar Ítalía mætir Portúgal. Ítalir verða í efsta flokki með sigri, annars Króatía. Það má svo sjá að það eru mörg afar sterk lið í þriðja styrkleikaflokki en athygli vekur einnig að Færeyingar komu sér alla leið upp í fjórða styrkleikaflokk með sigrinum á Grikklandi um helgina, sem er magnað afrek. Færeyjar verða þar í flokki með löndum eins og Írlandi, Noregi, Tyrklandi og Slóveníu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira