Íslenski boltinn

Stjarnan rótburstaði Þór/KA

Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir skoraði eitt mark í leiknum.
Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir skoraði eitt mark í leiknum. vísir/valli
Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fóru illa með norðarstúlkur í Þór/KA í dag. Lokatölur urðu 5-1 fyrir heimastúlkur í Stjörnunni en þetta var fyrsta tap Þór/KA í deildinni.

Fyrri hálfleikur var bráðfjörugur. Írunn Þorbjörg Aradóttir kom Stjörnunni yfir með marki á 13. mínútu og sex mínútum síðar skoraði miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir annað mark Stjörnunnar.

Sarah Miller náði að minnka muninn fyrir Þór/KA með marki á 21. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Lillý Rut Hlynsdóttir, leikmaður Þórs/KA, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 67. mínútu. Þær Harpa Þorsteinsdóttir og Írunn Þorbjörg bætti tveimur mörkum við fyrir Stjörnuna áður en yfir lauk og 5-1 sigur Stjörnunnar staðreynd.

Stjarnan komst í 2. sæti deildarinnar með þessum sigri, upp að hlið Selfoss sem á leik til góða gegn Aftureldingu á þriðjudaginn. Bæði lið eru með 12 stig. Þór/KA er í 4. sæti með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×