Sænski prinsinn genginn út Ritstjórn skrifar 13. júní 2015 17:15 Carl Philip og Sofia eftir athöfnina í dag Sænski prinsinn Carl Philip og Sofia Hellqvist gengu í hjónaband í Stokkhólmi í dag. Var Sofia einstaklega glæsileg í hvítum kjól frá sænska hönnuðinum Ida Sjöstedt úr silki og handgerðri blúndu frá Jose Maria Ruiz. Kórónuna fékk hún að gjöf frá tengdaforeldrum sínum, Silvíu drottningu og Karl Gustaf.Frá athöfninni í dag.Athygli vakti að húðflúr sem Sofia er með aftan á hnakkanum sást greinilega, þar sem hárið var tekið upp í lágan snúð og kjóllinn opinn í bakið. Ætli það hafi ekki hneykslað einhverja, en mun þetta líklega vera í fyrsta sinn sem húðflúr sést í konunglegu brúðkaupi. Sofia og Carl Philip kynntust árið 2010 á veitingastað en parið tilkynnti um trúlofun sína í júní í fyrra.Carl Philip og Sofia í hátíðarkvöldverð í gærkvöldi, hún í kjól frá Zuhair Murad. Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Er Mondler í alvöru par? Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Leyfðu skollitaða hárinu að njóta sín Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Þaktar lit á tískupallinum Glamour Bannaðar í Kína Glamour Tískan á Secret Solstice: Litríkir pelsar Glamour Sonia Rykiel er látin Glamour Farðu í stuttermabol undir sumarkjólinn Glamour
Sænski prinsinn Carl Philip og Sofia Hellqvist gengu í hjónaband í Stokkhólmi í dag. Var Sofia einstaklega glæsileg í hvítum kjól frá sænska hönnuðinum Ida Sjöstedt úr silki og handgerðri blúndu frá Jose Maria Ruiz. Kórónuna fékk hún að gjöf frá tengdaforeldrum sínum, Silvíu drottningu og Karl Gustaf.Frá athöfninni í dag.Athygli vakti að húðflúr sem Sofia er með aftan á hnakkanum sást greinilega, þar sem hárið var tekið upp í lágan snúð og kjóllinn opinn í bakið. Ætli það hafi ekki hneykslað einhverja, en mun þetta líklega vera í fyrsta sinn sem húðflúr sést í konunglegu brúðkaupi. Sofia og Carl Philip kynntust árið 2010 á veitingastað en parið tilkynnti um trúlofun sína í júní í fyrra.Carl Philip og Sofia í hátíðarkvöldverð í gærkvöldi, hún í kjól frá Zuhair Murad.
Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Er Mondler í alvöru par? Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Leyfðu skollitaða hárinu að njóta sín Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Þaktar lit á tískupallinum Glamour Bannaðar í Kína Glamour Tískan á Secret Solstice: Litríkir pelsar Glamour Sonia Rykiel er látin Glamour Farðu í stuttermabol undir sumarkjólinn Glamour