Heimir: Hvar endar þetta? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júní 2015 22:03 Vísir/Ernir „Þetta er sennilega stærsti sigur Íslands undir okkar stjórn," sagði glaður landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, og skal engan undra að hann hafi brosað. „Þetta var mikilvægur sigur að svo mörgu leyti. Að ná toppsætinu á þessum tímapunkti, komast skrefinu á undan Tékkum. Innbyrðisviðureignir jafnar en við erum með mun betri markatölu. Það telur mikið í lokin. Sömuleiðis gefur þetta okkur líklega annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM. Þessi sigur gefur okkur alveg ótrúlega mikið." Heimir viðurkenndi að það hefði farið svolítið um hann þegar Tékkarnir komust yfir í leiknum. „Það fer alltaf hrollur um mann þegar það er skorað gegn okkur og það hefði verið rosalega slæmt að missa Tékkana fjórum stigum á undan okkur og eiga svo erfiðan leik næst í Hollandi. Maður er svo óendanlega stoltur af þessum strákum. Það er svo mikill karakter í þeim. Þeir geta alltaf grafið dýpra eftir karakternum. Hvar endar þetta?" spurði Heimir og brosti allan hringinn. Hann veit sem er að Ísland tók ansi stórt skref í átt að EM í Frakklandi með þessum sigri í kvöld. „Stefnan er að komast til Frakklands og vonandi rætist sá draumur. Við höfum verið mjög meðvitaðir samt um að fara ekki fram úr okkur. Ég vona að þið fjölmiðlamenn gerið það ekki heldur og bara Íslendingar almennt. Við höfum náð þessum úrslitum með því að vera einbeittir á verkefnið og ekki halda að við séum mikið betri en andstæðingurinn." Það var búið að fara mikið yfir fyrri leikinn í Tékklandi en Heimir segir að þessi leikur hafi samt ekki spilast alveg eins og hann átti von á. „Þetta spilaðist öðruvísi en ég átti von á. Þeir sýndu okkur mikla virðingu og voru ekki eins sókndjarfir og þeir hafa verið venjulega. Mér fannst þessi leikur svolítið eins og amerískur fótbolti. Menn misstu boltann og svo var stillt upp í fast leikatriði og sparkað inn í," segir Heimir og honum fannst sigurinn vera sanngjarn. „Mér fannst við heilt yfir sterkari á boltanum og líka líkamlega sterkari. Það var meiri vilji og kraftur í okkur. Mér fannst við eiga einn gír inni í fyrri hálfleik. Þeir reyndu að róa leikinn niður sem hefur ekki verið þeirra stíll. Það kom mér svolítið á óvart." EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Sjá meira
„Þetta er sennilega stærsti sigur Íslands undir okkar stjórn," sagði glaður landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, og skal engan undra að hann hafi brosað. „Þetta var mikilvægur sigur að svo mörgu leyti. Að ná toppsætinu á þessum tímapunkti, komast skrefinu á undan Tékkum. Innbyrðisviðureignir jafnar en við erum með mun betri markatölu. Það telur mikið í lokin. Sömuleiðis gefur þetta okkur líklega annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM. Þessi sigur gefur okkur alveg ótrúlega mikið." Heimir viðurkenndi að það hefði farið svolítið um hann þegar Tékkarnir komust yfir í leiknum. „Það fer alltaf hrollur um mann þegar það er skorað gegn okkur og það hefði verið rosalega slæmt að missa Tékkana fjórum stigum á undan okkur og eiga svo erfiðan leik næst í Hollandi. Maður er svo óendanlega stoltur af þessum strákum. Það er svo mikill karakter í þeim. Þeir geta alltaf grafið dýpra eftir karakternum. Hvar endar þetta?" spurði Heimir og brosti allan hringinn. Hann veit sem er að Ísland tók ansi stórt skref í átt að EM í Frakklandi með þessum sigri í kvöld. „Stefnan er að komast til Frakklands og vonandi rætist sá draumur. Við höfum verið mjög meðvitaðir samt um að fara ekki fram úr okkur. Ég vona að þið fjölmiðlamenn gerið það ekki heldur og bara Íslendingar almennt. Við höfum náð þessum úrslitum með því að vera einbeittir á verkefnið og ekki halda að við séum mikið betri en andstæðingurinn." Það var búið að fara mikið yfir fyrri leikinn í Tékklandi en Heimir segir að þessi leikur hafi samt ekki spilast alveg eins og hann átti von á. „Þetta spilaðist öðruvísi en ég átti von á. Þeir sýndu okkur mikla virðingu og voru ekki eins sókndjarfir og þeir hafa verið venjulega. Mér fannst þessi leikur svolítið eins og amerískur fótbolti. Menn misstu boltann og svo var stillt upp í fast leikatriði og sparkað inn í," segir Heimir og honum fannst sigurinn vera sanngjarn. „Mér fannst við heilt yfir sterkari á boltanum og líka líkamlega sterkari. Það var meiri vilji og kraftur í okkur. Mér fannst við eiga einn gír inni í fyrri hálfleik. Þeir reyndu að róa leikinn niður sem hefur ekki verið þeirra stíll. Það kom mér svolítið á óvart."
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Sjá meira