Jón Daði: Vil komast í stærra félag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. júní 2015 13:00 Jón Daði Böðvarsson. vísir/getty „Það er alltaf jafn gaman að koma í landsliðið og mikil tilhlökkun fyrir leiknum," segir Jón Daði Böðvarsson á Laugardalsvelli í dag en hann hefur átt frábæra leiki fyrir íslenska landsliðið í undankeppni EM. „Það er rosaleg stemning orðin í kringum þetta allt saman. Þessi Tékkaleikur á föstudaginn er auðvitað risastór en menn eru samt jafn rólegir og áður. Sigurviljinn er mikill líka. Við erum búnir að skoða mikið úr fyrri leiknum og mikið hægt að bæta síðan þá. „Við lærðum af síðasta leik og ætlum okkur að gera betur. Það er mikil tiltrú í liðinu og traust. Það treysta allir hver öðrum og eru þéttir saman," segir Jón Daði en hvað þarf til þess að vinna þennan leik? „Aga, sigurvilja og hugrekki." Jón Daði spilar með Viking í Noregi og er ekkert allt of sáttur við sína stöðu þar. „Tímabilið er tiltölulega nýbyrjað. Þetta hefur verið upp og niður fyrir mig persónulega og ég hef ekki verið eins mikið í byrjunarliðinu og ég hefði viljað. Þjálfarinn treystir á aðra tvo í framlínunni núna. Ég verð bara að hugsa um mig, vera fagmannlegur, halda mér í standi og reyna að nýta mínar mínútur," segir Jón Daði en vill hann komast frá félaginu? „Mig langar að komast enn lengra. Ég vil komast að hjá stærra félagi og vonandi gerist eitthvað. Ég er opinn fyrir ýmsu. Ef félagið hentar mér og svona. Ég er samt ekkert farinn og á eitt ár eftir af samningi," segir framherjinn frá Selfossi en góð frammistaða með landsliðinu hjálpar honum. „Landsliðið er mikill gluggi og sérstaklega þegar gengur svona vel. Það er gaman." EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28 Kári: Kemur í ljós hvort einhver vill kaupa 33 ára gamlan mann Miðvörður íslenska landsliðsins á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Rotherham í ensku B-deildinni en er að skoða aðra möguleika. 10. júní 2015 11:59 Hannes: Ekki mitt fyrsta val að spila í næstefstu deild Hannes Þór Halldórsson hefur hug á því að spila í sterkari deild. 10. júní 2015 12:00 Birkir: Gaman að stuðningsmennirnir söknuðu mín Blóðheitir stuðningsmenn Pescara létu fúkyrðum rigna yfir KSÍ á Facebook í gærkvöldi þar sem Birkir gat ekki spilað mikilvægan leik. 10. júní 2015 11:40 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Sjá meira
„Það er alltaf jafn gaman að koma í landsliðið og mikil tilhlökkun fyrir leiknum," segir Jón Daði Böðvarsson á Laugardalsvelli í dag en hann hefur átt frábæra leiki fyrir íslenska landsliðið í undankeppni EM. „Það er rosaleg stemning orðin í kringum þetta allt saman. Þessi Tékkaleikur á föstudaginn er auðvitað risastór en menn eru samt jafn rólegir og áður. Sigurviljinn er mikill líka. Við erum búnir að skoða mikið úr fyrri leiknum og mikið hægt að bæta síðan þá. „Við lærðum af síðasta leik og ætlum okkur að gera betur. Það er mikil tiltrú í liðinu og traust. Það treysta allir hver öðrum og eru þéttir saman," segir Jón Daði en hvað þarf til þess að vinna þennan leik? „Aga, sigurvilja og hugrekki." Jón Daði spilar með Viking í Noregi og er ekkert allt of sáttur við sína stöðu þar. „Tímabilið er tiltölulega nýbyrjað. Þetta hefur verið upp og niður fyrir mig persónulega og ég hef ekki verið eins mikið í byrjunarliðinu og ég hefði viljað. Þjálfarinn treystir á aðra tvo í framlínunni núna. Ég verð bara að hugsa um mig, vera fagmannlegur, halda mér í standi og reyna að nýta mínar mínútur," segir Jón Daði en vill hann komast frá félaginu? „Mig langar að komast enn lengra. Ég vil komast að hjá stærra félagi og vonandi gerist eitthvað. Ég er opinn fyrir ýmsu. Ef félagið hentar mér og svona. Ég er samt ekkert farinn og á eitt ár eftir af samningi," segir framherjinn frá Selfossi en góð frammistaða með landsliðinu hjálpar honum. „Landsliðið er mikill gluggi og sérstaklega þegar gengur svona vel. Það er gaman."
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28 Kári: Kemur í ljós hvort einhver vill kaupa 33 ára gamlan mann Miðvörður íslenska landsliðsins á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Rotherham í ensku B-deildinni en er að skoða aðra möguleika. 10. júní 2015 11:59 Hannes: Ekki mitt fyrsta val að spila í næstefstu deild Hannes Þór Halldórsson hefur hug á því að spila í sterkari deild. 10. júní 2015 12:00 Birkir: Gaman að stuðningsmennirnir söknuðu mín Blóðheitir stuðningsmenn Pescara létu fúkyrðum rigna yfir KSÍ á Facebook í gærkvöldi þar sem Birkir gat ekki spilað mikilvægan leik. 10. júní 2015 11:40 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Sjá meira
Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28
Kári: Kemur í ljós hvort einhver vill kaupa 33 ára gamlan mann Miðvörður íslenska landsliðsins á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Rotherham í ensku B-deildinni en er að skoða aðra möguleika. 10. júní 2015 11:59
Hannes: Ekki mitt fyrsta val að spila í næstefstu deild Hannes Þór Halldórsson hefur hug á því að spila í sterkari deild. 10. júní 2015 12:00
Birkir: Gaman að stuðningsmennirnir söknuðu mín Blóðheitir stuðningsmenn Pescara létu fúkyrðum rigna yfir KSÍ á Facebook í gærkvöldi þar sem Birkir gat ekki spilað mikilvægan leik. 10. júní 2015 11:40