Handbolti

Yfir ein og hálf milljón áhorfenda mætti á völlinn í vetur

Kiel fagnar 20 .meistaratitli sínum á dögunum.
Kiel fagnar 20 .meistaratitli sínum á dögunum. vísir/getty
Kiel var með bestu aðsókn allra liða í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Venju samkvæmt er alltaf uppselt á heimaleiki liðsins en höllin tekur rúmlega 10 þúsund manns í sæti. 182.945 mættu á leiki liðsins í vetur eða 10.163 að meðaltali.

Í heildina mættu meira en ein og hálf milljón áhorfenda á leiki í deildinni. Slakasta mætingin var hjá Frienseheim þar sem mættu undir 2.000 manns að meðaltali á leik.

Mæting í þýsku úrvalsdeildinni í vetur.

  1. Kiel - 10.163 áhorfendur að meðaltali á leik
  2. RN Löwen - 8.887
  3. Füchse Berlin - 7.407
  4. Hamburg - 6.692
  5. Magdeburg - 6.180
  6. Flensburg - 5.819
  7. Göppingen - 4.913
  8. Wetzlar - 4.114
  9. Lemgo - 4.095
  10. Gummersbach - 3.643
  11. Erlangen - 3.619
  12. Hannover Burgdorf - 3.542
  13. Melsungen - 3.040
  14. Bietigheim - 3.002
  15. Bergischer - 2.839
  16. Minden - 2.686
  17. Balingen - 2.510
  18. Lübbecke - 2.123
  19. Friesenheim - 1.946



Fleiri fréttir

Sjá meira


×