Juncker segist svikinn af grískum ráðamönnum Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2015 11:30 Jean-Claude Juncker sakaði Grikklandsstjórn um eigingirni og popúlisma. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var harðorður í garð grísku ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í morgun og segir hana hafa „svikið“ sig í viðræðum Grikkja og lánadrottna þeirra. Á fréttamannafundinum sagði Juncker gríska ráðamenn hafa sýnt fram á mikla „eigingirni“ og „popúslisma“ í viðræðunum. Sjálfur hafi hann gert allt til að auðvelda það að ná fram samkomulagi, en að tillögur Grikklandsstjórnar hafi bæði skilað sér seint og hafi verið „vísvitandi breytt“. Þannig ætti ESB ekki skilið gagnrýni Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og annarra ráðherra grísku stjórnarinnar. Juncker vísaði einnig til orða grískra ráðamanna um „úrslitakosti“ og „kúgun“. „Það er ekki samboðið Grikklandi að setja sig upp á móti átján öðrum lýðræðisríkjum [evruríkin]. Það hjálpar engum, að minnsta kosti ekki grísku þjóðinni.“Ekkert lýðræðisríki meira virði en annaðÞá sagði Juncker að ekkert lýðræðisríki vera meira virði en annað. „Annað hvort erum við öll sigurvegarar, eða þá öll taparar. Þess vegna er það mjög sörglegt, það sem Evrópa hefur upplifað síðustu dagana. Taktískir leikir og popúlístísk útspil hefur tekið yfir aðra þætti.“Sjá einnig: Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Gríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram.Engin skyndilausn í boðiJuncker sagði enga skynilausn vera í boði til að bjarga grískum efnahag. Slíkt krefjist umbóta. Hann varði tillögur ESB og hafnaði því að þær fælu meðal annars í sér skertar lífeyrisgreiðslur til Grikkja. „Slíkar tillögur voru aldrei uppi á borði. Það sem er uppi á borðum eru tillögur um að nútímavæða gríska opinbera geirann.“ Þá sagði Juncker að ESB hafi farið fram á niðurskurð í grískum varnarmálum sem hann lýsti sem „fullkomlega sanngjörnum“. Grikkland Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var harðorður í garð grísku ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í morgun og segir hana hafa „svikið“ sig í viðræðum Grikkja og lánadrottna þeirra. Á fréttamannafundinum sagði Juncker gríska ráðamenn hafa sýnt fram á mikla „eigingirni“ og „popúslisma“ í viðræðunum. Sjálfur hafi hann gert allt til að auðvelda það að ná fram samkomulagi, en að tillögur Grikklandsstjórnar hafi bæði skilað sér seint og hafi verið „vísvitandi breytt“. Þannig ætti ESB ekki skilið gagnrýni Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og annarra ráðherra grísku stjórnarinnar. Juncker vísaði einnig til orða grískra ráðamanna um „úrslitakosti“ og „kúgun“. „Það er ekki samboðið Grikklandi að setja sig upp á móti átján öðrum lýðræðisríkjum [evruríkin]. Það hjálpar engum, að minnsta kosti ekki grísku þjóðinni.“Ekkert lýðræðisríki meira virði en annaðÞá sagði Juncker að ekkert lýðræðisríki vera meira virði en annað. „Annað hvort erum við öll sigurvegarar, eða þá öll taparar. Þess vegna er það mjög sörglegt, það sem Evrópa hefur upplifað síðustu dagana. Taktískir leikir og popúlístísk útspil hefur tekið yfir aðra þætti.“Sjá einnig: Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Gríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram.Engin skyndilausn í boðiJuncker sagði enga skynilausn vera í boði til að bjarga grískum efnahag. Slíkt krefjist umbóta. Hann varði tillögur ESB og hafnaði því að þær fælu meðal annars í sér skertar lífeyrisgreiðslur til Grikkja. „Slíkar tillögur voru aldrei uppi á borði. Það sem er uppi á borðum eru tillögur um að nútímavæða gríska opinbera geirann.“ Þá sagði Juncker að ESB hafi farið fram á niðurskurð í grískum varnarmálum sem hann lýsti sem „fullkomlega sanngjörnum“.
Grikkland Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36