Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Þúsundir manna eru strandaglópar víða um Evrópu eftir víðtæka bilun í samskiptakerfi grískra flugyfirvalda. Búið er að loka lofthelgi Grikklands vegna bilunarinnar. Erlent 4.1.2026 15:31
Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Fjórir göngumenn sem týndust á jóladegi í Grikklandi hafa fundist látnir. Mennirnir mundust grafnir undir snjóflóði í Vardousia fjöllunum. Erlent 27.12.2025 14:59
Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Outer Banks-stjarnan Madelyn Cline sást úti á lífinu með Constantine-Alexios, grískum prins og telja erlendir miðlar að þau séu að slá sér upp saman. Lífið 25.9.2025 10:27
Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Hælisleitandi sem til stóð að vísa úr landi árið 2022 lét ekki ná í sig fyrr en í júní þessa árs, þegar hann var handtekinn. Þegar til stóð að fylgja honum úr landi fleygði hann sér niður stiga á millilendingarstað, með þeim afleiðingum að honum var fylgt aftur til Íslands. Innlent 2. júlí 2025 11:57
Rýma sextán þorp vegna gróðurelda í Grikklandi Umfangsmiklir gróðureldar hafa logað í dag á vinsælu grísku ferðamannaeyjunni Chios, þar sem yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi og íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Rýma hefur þurft sextán þorp og úthverfi í aðalbænum Chios town. Erlent 23. júní 2025 20:34
Stjörnum prýtt brúðkaup landsliðsmanns í Grikklandi Landsliðsmaðurinn Sverri Ingi Ingason og Hrefna Dís Halldórsdóttir samkvæmisdansari giftu sig við glæsilega athöfn í Aþenu í Grikklandi. Brúðkaupið fór fram undir berum himni og var ævintýri líkast. Lífið 23. júní 2025 13:58
Má ekki koma inn í íþróttahús í tíu mánuði Panathinaikos er í úrslitaeinvíginu um gríska meistaratitilinn í körfubolta en eigandi félagsins má ekki koma inn í íþróttahúsin í Grikklandi næstu mánuðina. Körfubolti 7. júní 2025 07:00
Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Hlín Leifsdóttir, sópransöngkona og ljóðskáld, hefur slegið í gegn í Grikklandi upp á síðkastið, meðal annars með ljóðalestri og tónlistarútgáfu á íslensku. Lífið 4. apríl 2025 10:00
Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Breski tónlistarmaðurinn Paul Young, sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum, lenti illa í því þegar hann var í fríi í Santorini í Grikklandi í september síðastliðnum. Young var á leið í morgunmat á hótelinu sínu þegar hann rann og féll niður stiga. Lífið 18. mars 2025 14:33
Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Embætti saksóknara Evrópusambandsins rannsakar tugi mála þar sem grískir ríkisborgarar þáðu landbúnaðarstyrki frá sambandinu vegna beitilands sem þeir hvorki, áttu, leigðu né stunduðu landbúnað á. Svindlið er sagt eitt það stærsta sinnar tegundar og gæti teygt anga sinna til grískra yfirvalda. Viðskipti innlent 12. febrúar 2025 09:25
Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Yfirvöld á Grikklandi hafa lýst yfir neyðarástandi á ferðamannaeyjunni Santorini vegna tíðra jarðskjálfta við eyjuna. Þúsundir skjálfta hafa verið skráðir síðan á sunnudag. Erlent 7. febrúar 2025 07:42
Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Um ellefu þúsundir íbúa á grísku eyjunni Santorini hafa yfirgefið eyjuna eftir mikla skjálftavirkni síðustu daga. Skjálfti 5,2 að stærð mældist milli eyjarinnar og Amorgos í gærkvöldi eftir mikinn fjölda smáskjálfta síðustu vikur. Erlent 6. febrúar 2025 07:56
Ungt fólk býr lengst heima í Króatíu en styst í Finnlandi Í fyrra var meðalaldur ungs fólks í Evrópu þegar það flutti að heima í 26,3 ára. Það er minna en það var árinu áður þegar meðalaldurinn var 26,4 ára. Hæsti meðalaldurinn er í Króatíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31,8 ára þegar það flytur að heiman. Erlent 1. október 2024 08:17
Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu Um 40 kíló af kókaíni fundust í bananasendingum til franskrar verslunarkeðju í vikunni. Efnin fundust í þremur ólíkum verslunum. Lögreglan rannsakar nú hver viðtakandinn var. Erlent 14. september 2024 10:26
Mokuðu upp 40 tonnum af dauðum fisk á sólarhring Yfirvöld í Volos á Grikklandi vinna nú að því að láta moka dauðum fisk upp úr höfninni í borginni en silfurlit slikja af fiskhræum er sögð spanna marga kílómetra meðfram ströndinni. Erlent 29. ágúst 2024 06:51
Fyrsta dauðfallið staðfest í eldunum á Grikklandi Grikkir berjast enn við mikla skógarelda í grennd við höfuðborgina Aþenu og í gær varð fyrsta dauðsfallið af þeirra völdum. Erlent 13. ágúst 2024 07:13
Miklir eldar í grennd við Aþenu Þúsundum íbúa á svæðinu norður af Aþenu hefur verið gert að yfirgefa heimili sín sökum mikilla kjarr- og skógarelda sem þar geisa. Erlent 12. ágúst 2024 07:17
Myndband sýnir aðdraganda árásarinnar á Krít Myndband úr öryggismyndavél sýnir aðdraganda og upphaf stórfelldrar líkamsárásar á íslenska fjölskyldu á Krít fyrr í mánuðinum. Fjölskyldufaðirinn sem er grísk-kanadískur og heitir Emmanuel Kakoulakis er illa haldinn eftir árásina. Innlent 24. júlí 2024 15:19
Streitulaus heimferð Egils frá Grikklandi breyttist í martröð Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft er enn að draga dilk á eftir sér. Fjölmiðlamaður var sólarhring lengur heim frá Grikklandi til Íslands en lagt var upp með. Lífið 22. júlí 2024 16:00
Vinaleg beiðni sögð kveikjan að árásinni á Krít Lögreglan í Grikklandi hefur borið kennsl á tvo af fjórum mönnum sem réðust á fjölskyldu íslenskrar konu á bar á aðalgötu Heraklíon á Krít í Grikklandi á þriðjudag. Erlent 18. júlí 2024 12:08
Íslendingur féll af kletti í Grikklandi Íslenskur karlmaður á fertugsaldri féll fram af kletti í bænum Lafkos í Grikklandi í gær. Hann var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka. Erlent 18. júlí 2024 11:11
Íslensk kona og fjölskylda hennar á sjúkrahúsi eftir árás á Krít Ráðist var á íslenska konu og fjölskyldu hennar á grísku eyjunni Krít. Konan sem er 41 árs, kanadískur eiginmaður hennar og tveir synir, 21 og 18 ára, voru flutt á sjúkrahús í kjölfar árásarinnar. Innlent 17. júlí 2024 10:50
Ferðamaður fannst látinn og þriggja saknað á eyjum Grikklands Bandarískur ferðamaður sem leitað var að síðan á fimmtudaginn fannst látinn á grískri eyju nærri eyjunni Corfu í gær. Tikynnt hefur verið um hvörf þriggja ferðamanna á grískum ferðamannaeyjum síðastliðna viku. Erlent 17. júní 2024 08:33
Lokuðu ferðamannastöðum og skólum vegna mikils hita Loka þurfti einum vinsælasta ferðamannastað í Grikklandi, Akrópólis í Aþenu, í dag vegna mikils hita. Þá var einnig skólum lokað og gefin úr viðvörun frá heilbrigðisyfirvöldu. Hitabylgja gengur nú yfir landið. Methiti, miðað við árstíma, var í dag og verður á morgun í Aþenu. Hitastigið gæti náð 43 gráðum. Erlent 12. júní 2024 23:44