Ferðamenn flýja Túnis í þúsundatali Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2015 19:58 Fjöldamorðin í Túnis í gær þar sem hryðjuverkamaður skaut 39 manns til bana eru þau verstu í nútíma sögu landsins. Þúsundir ferðamanna hafa flúið Túnis eftir atburðina. ISIS birti mynd af morðingjanum, Saif Rezgui, á samfélagsmiðlum í dag. En sjónarvottar segja að hann hafi ekki skorið sig úr fjöldanum á ströndinni við hótelið í Sousse í gær klæddur stuttbuxum og bol. En hann hafi falið Kalashnikov hríðskotariffil sinn inni í sólhlíf. Skyndilega hóf hann að skjóta á alla í kring um sig á ströndinni og við hótelið og á aðeins fimm mínútum hafði hann myrt 39 manns og sært mikinn fjölda annara. Katarina ferðamaður frá Þýskalandi lýsir því hvernig Saif Rezgui blandaði sér í hóp ferðamanna á ströndinni en tók síðan skyndilega upp byssuna og fór að skjóta. Hún lýsir skelfingunni sem greip um sig og hvernig öryggisverðir skipuðu strandgestum að flýja til herbergja sinna og loka sig þar inni. „Ég var skelfingu lostin. Ég hugsaði til móður minnar sem var á sólbekk skammt frá mér. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera,“ segir Katarína ráðvillt. Þetta hafi verið eins og að vera skyndilega komin á vígstöðvarnar í stríði. Af þeim 39 sem létu lífið í árásinni voru að minnsta kosti átta Bretar en um 20 þúsund Bretar voru í Túnis á vegum ferðaskrifstofa þegar árásin var gerð. Mikill fjöldi þeirra yfirgaf landið strax í gærkvöldi og í dag og mikið hefur verið um afbókanir á ferðum til Túnis. En ferðamálaráðherra landsins segir það einmitt vera tilgang hryðjuverkamanna að rústa ferðaþjónustu landsins. David Cameron forsætisráðherra sagði í ávarpi í dag að breska þjóðin þyrfti að búa sig undir að enn fleiri Bretar ættu eftir að bætast í hóp fallinna. „Þarna voru saklausir ferðamenn að slappa af og njóta tímans með fjölskyldu og vinum. Rétt eins og fórnarlömb hryðjuverkanna í Frakklandi og Kúveit í gær stafaði ekki nokkur ógn af þessu fólki. Hryðjuverkamenn myrtu þetta fólk vegna þess að þeir þola ekki fólk og ríki sem styðja frið, umburðarlyndi og lýðræði hvar sem er í heiminum,“ sagði Cameron og hét því að árásir sem þessar myndu ekki buga íbúa Vesturlanda. Þvert á móti myndu þær sameina fólk gegn hryðjuverkum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Fjöldamorðin í Túnis í gær þar sem hryðjuverkamaður skaut 39 manns til bana eru þau verstu í nútíma sögu landsins. Þúsundir ferðamanna hafa flúið Túnis eftir atburðina. ISIS birti mynd af morðingjanum, Saif Rezgui, á samfélagsmiðlum í dag. En sjónarvottar segja að hann hafi ekki skorið sig úr fjöldanum á ströndinni við hótelið í Sousse í gær klæddur stuttbuxum og bol. En hann hafi falið Kalashnikov hríðskotariffil sinn inni í sólhlíf. Skyndilega hóf hann að skjóta á alla í kring um sig á ströndinni og við hótelið og á aðeins fimm mínútum hafði hann myrt 39 manns og sært mikinn fjölda annara. Katarina ferðamaður frá Þýskalandi lýsir því hvernig Saif Rezgui blandaði sér í hóp ferðamanna á ströndinni en tók síðan skyndilega upp byssuna og fór að skjóta. Hún lýsir skelfingunni sem greip um sig og hvernig öryggisverðir skipuðu strandgestum að flýja til herbergja sinna og loka sig þar inni. „Ég var skelfingu lostin. Ég hugsaði til móður minnar sem var á sólbekk skammt frá mér. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera,“ segir Katarína ráðvillt. Þetta hafi verið eins og að vera skyndilega komin á vígstöðvarnar í stríði. Af þeim 39 sem létu lífið í árásinni voru að minnsta kosti átta Bretar en um 20 þúsund Bretar voru í Túnis á vegum ferðaskrifstofa þegar árásin var gerð. Mikill fjöldi þeirra yfirgaf landið strax í gærkvöldi og í dag og mikið hefur verið um afbókanir á ferðum til Túnis. En ferðamálaráðherra landsins segir það einmitt vera tilgang hryðjuverkamanna að rústa ferðaþjónustu landsins. David Cameron forsætisráðherra sagði í ávarpi í dag að breska þjóðin þyrfti að búa sig undir að enn fleiri Bretar ættu eftir að bætast í hóp fallinna. „Þarna voru saklausir ferðamenn að slappa af og njóta tímans með fjölskyldu og vinum. Rétt eins og fórnarlömb hryðjuverkanna í Frakklandi og Kúveit í gær stafaði ekki nokkur ógn af þessu fólki. Hryðjuverkamenn myrtu þetta fólk vegna þess að þeir þola ekki fólk og ríki sem styðja frið, umburðarlyndi og lýðræði hvar sem er í heiminum,“ sagði Cameron og hét því að árásir sem þessar myndu ekki buga íbúa Vesturlanda. Þvert á móti myndu þær sameina fólk gegn hryðjuverkum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32