Íslenski boltinn

Fyrsti sigur Gróttu | Annað mark Alfreðs í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafsvíkingar fagna.
Ólafsvíkingar fagna. vísir/getty
Það var ekki mikið um mörk í leikjum dagsins í fyrstu deild karla. Þróttur vann Fjarðabyggð eins og við sögðum frá áðan, en Grótta og Víkingur Ólafsvík unnu einnig mikilvæga sigra.

Grótta kom öllum á óvart þegar þeir fóru norður og sóttu þrjú stig gegn Þór. Markús Andri Sigurðsson skoraði sigurmarkið á 62. mínútu.

Grótta vann því fyrsta leikinn sinn í sumar, en þetta var einungis annað markið sem Gróttaskorar í sumar. Liðið er enn á botninum, en Þórsarar eru í fjórða sæti með fimmtan stig.

Alfreð Már Hjaltalín tryggði Víkingi sigur annan leikinn í röð, en hann skoraði gegn Grindavík eftir sex mínútna leik. Ingólfur Sigurðsson bætti svo við marki í uppbótartíma.

Víkingur er því tveimur stigum á eftir Þrótti í öðru sætinu, en Grindavík er í því sjöunda með tíu stig.  

Þór - Grótta 0-1

0-1 Markús Andri Sigurðsson (62.).

Víkingur Ó. - Grindavík 2-0

1-0 Alfreð Már Hjaltalín (6.), Ingólfur Sigurðsson (92.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×