Maður fannst afhöfðaður við verksmiðju nærri Grenoble Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2015 09:25 Sprengingar hafa heyrst í bænum í morgun. Vísir/AFP Einn maður fannst afhöfðaður og einhverjir eru særðir eftir árás á verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier, nærri bænum Grenoble í suðausturhluta Frakklands í morgun.Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið með ISIS-fána.Höfuð mannsins var stjaksett við hlið verksmiðjunnar. Arabískur texti hafði verið ritaður á höfuðið.Nokkrar sprengingar urðu eftir að bíl var ekið inn í gasverksmiðjuna Air Products í bænum.Einn maður var handtekinn á vettvangi. Eiginkona árásarmannsins hefur einnig verið handtekin.Francois Hollande Frakklandsforseti hefur snúið til Frakklands frá leiðtogafundi ESB.14:41: Hinn látni yfirmaður hins grunaða Að sögn franskra fjölmiðla var hinn látni yfirmaður árásarmannsins. 14:31: Mísvísandi fréttir Erlendir fjölmiðlar greindu fyrr frá því að árásarmenn hafi verið tveir og hafi annar þeirra verið handtekinn og hinn drepinn. Nú liggur hins vegar fyrir að einn maður hafi ráðist á verksmiðjuna og hafi hann verið handtekinn. Þá hafi hann haft vitorðsmenn. Innanríkisráðherra Frakklands segir að nokkrir hafi verið handteknir vegna árásarinnar, þar á meðal hinn 35 ára Yacine Sali. 13:34: Eiginkona Sali handtekin Að sögn AFP hefur eiginkona Sali verið handtekin. 12:45: Annar maður handtekinn Lögregla í Frakklandi hefur handtekið einn mann á heimili sínu, vegna gruns um að hann gæti eitthvað vitað um árásina. 12:40: Búið að bera kennsl á hinn afhöfðaða Yfirvöld hafa nú borið kennsl á manninn sem var afhöfðaður. Að sögn er þetta maður sem starfaði í bænum Chassieu, um 30 kílómetrum frá staðnum þar sem árásin átti sér stað. 11:29: Annar árásarmannanna drepinnog hinn nafngreindur Innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve segir að hinn handtekni heiti Yassine Sali og er 35 ára. Hann er ekki á sakaskrá, en yfirvöld töldu hann tengjast óslömskum öfgahópi. Hinn árásarmaðurinn var felldur af slökkviliðsmanni. 11:04: Engar upplýsingar um hinn árásarmanninn Hollande ræddi við fréttamenn skömmu áður en hann hélt til Parísar og sagði árásina bera merki hryðjuverkaárásar. Sagði hann árásarmennina hafi haft í hyggju að sprengja gasverksmiðjuna í loft upp. Forsetinn staðfesti að tveir menn hafi ekki bílnum inn í verksmiðjuna og hafi annar þeirra verið handtekinn. Hann gaf ekkert upp um hinn sem var í bílnum. 10:29: Ringulreið á staðnum Fréttamaður Le Monde segir að mikil ringulreið sé á staðnum, þar sem þyrlur eru á sveimi yfir verksmiðjunni og sérfræðingar lögreglu eru nýkomnir á staðinn. 10:14: Hollande snýr aftur til FrakklandsFrancois Hollande Frakklandsforseti hefur ákveðið að yfirgefa leiðtogafun aðildarríkja ESB sem fram fer í Brussel og halda til Frakklands vegna árásarinnar.10:12: Árásin varð rétt fyrir klukka 10 að staðartímaFranskir fjölmiðlar greina frá því að árásin hafi átt sér stað skömmu fyrir klukkan 10 að staðartíma, eða 8 að íslenskum tíma.#Attentat #Isere : les journalistes attendent Bernard Cazeneuve d'ici une 10aine de minutes pour une déclaration pic.twitter.com/JbsrHnJ5Oz— France Bleu Isère (@bleu_isere) June 26, 2015 Vísir/AFP10:10: Ekki starfsmaður verksmiðjunnarAð sögn AFP og Reuters var sá sem fannst afhöfðaður ekki starfsmaður verksmiðjunnar. 10:07: Rannsakað sem hryðjuverkaárás Talsmaður franskra yfirvalda staðfestir að atburðurinn sé rannsakað sem hryðjuverkaárás.10:03: Hollande með fréttamannafundBúist er við að Francois Hollande Frakklandsforseti haldi fréttamannafund innan skamms.9:58: Einn látinn, tveir særðirLe Figaro greinir frá því að einn maður hafi látist og tveir særst. Um fjörutíu starfsmenn verksmiðjunnar hafa verið fluttir úr verksmiðjunni.9:56: Hinn handtekni þrítugur Franskir fjölmiðlar greina frá því að hinn handtekni sé þritugur karlmaður. Franska öryggislögreglan á að þekkja til mannsins. 9:51: Aukinn viðbúnaður Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, hefur aukið viðbúnaðarstig lögreglu í landinu vegna árásarinnar. 9:48: Arabískur texti fannst á höfðinu Að sögn AFP var arabískur texti ritaður á höfði mannsins sem hafði fundist afhöfðaður. Höfuðið hafði verið stjaksett á hliði verksmiðjunnar. 9:46: Óku á bíl inn í verksmiðjuna Sky News greinir frá því að tveir menn hafi keyrt inn í verksmiðjuna á bíl. Í bílnum hafi verið gaskútar sem ollu sprengingunum. 9:40: Framleiðir gasvörur Verksmiðjan sem um ræðir heitir Air Products og framleiðir gasvörur, meðal annars til að kæla matvæli. Um fimm þúsund manns búa í Saint-Quentin-Fallavier, sem er að finna um 30 kílómetrum suðaustur af Lyon, við bakka Isére-fljótsins. 9:33: Tveir árásarmennÍ frétt Le Monde segir að tveir árásarmenn hafi haldið inn í verksmiðjuna. Annar þeirra hafi verið handtekinn. 9:28: Einn handtekinn Að sögn franskra fjölmiðla hefur maðurinn verið handtekinn. Hann hafði haldið inn í verksmiðjuna og sprengt nokkrar sprengjur en var handtekinn skömmu síðar. Mið-Austurlönd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Einn maður fannst afhöfðaður og einhverjir eru særðir eftir árás á verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier, nærri bænum Grenoble í suðausturhluta Frakklands í morgun.Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið með ISIS-fána.Höfuð mannsins var stjaksett við hlið verksmiðjunnar. Arabískur texti hafði verið ritaður á höfuðið.Nokkrar sprengingar urðu eftir að bíl var ekið inn í gasverksmiðjuna Air Products í bænum.Einn maður var handtekinn á vettvangi. Eiginkona árásarmannsins hefur einnig verið handtekin.Francois Hollande Frakklandsforseti hefur snúið til Frakklands frá leiðtogafundi ESB.14:41: Hinn látni yfirmaður hins grunaða Að sögn franskra fjölmiðla var hinn látni yfirmaður árásarmannsins. 14:31: Mísvísandi fréttir Erlendir fjölmiðlar greindu fyrr frá því að árásarmenn hafi verið tveir og hafi annar þeirra verið handtekinn og hinn drepinn. Nú liggur hins vegar fyrir að einn maður hafi ráðist á verksmiðjuna og hafi hann verið handtekinn. Þá hafi hann haft vitorðsmenn. Innanríkisráðherra Frakklands segir að nokkrir hafi verið handteknir vegna árásarinnar, þar á meðal hinn 35 ára Yacine Sali. 13:34: Eiginkona Sali handtekin Að sögn AFP hefur eiginkona Sali verið handtekin. 12:45: Annar maður handtekinn Lögregla í Frakklandi hefur handtekið einn mann á heimili sínu, vegna gruns um að hann gæti eitthvað vitað um árásina. 12:40: Búið að bera kennsl á hinn afhöfðaða Yfirvöld hafa nú borið kennsl á manninn sem var afhöfðaður. Að sögn er þetta maður sem starfaði í bænum Chassieu, um 30 kílómetrum frá staðnum þar sem árásin átti sér stað. 11:29: Annar árásarmannanna drepinnog hinn nafngreindur Innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve segir að hinn handtekni heiti Yassine Sali og er 35 ára. Hann er ekki á sakaskrá, en yfirvöld töldu hann tengjast óslömskum öfgahópi. Hinn árásarmaðurinn var felldur af slökkviliðsmanni. 11:04: Engar upplýsingar um hinn árásarmanninn Hollande ræddi við fréttamenn skömmu áður en hann hélt til Parísar og sagði árásina bera merki hryðjuverkaárásar. Sagði hann árásarmennina hafi haft í hyggju að sprengja gasverksmiðjuna í loft upp. Forsetinn staðfesti að tveir menn hafi ekki bílnum inn í verksmiðjuna og hafi annar þeirra verið handtekinn. Hann gaf ekkert upp um hinn sem var í bílnum. 10:29: Ringulreið á staðnum Fréttamaður Le Monde segir að mikil ringulreið sé á staðnum, þar sem þyrlur eru á sveimi yfir verksmiðjunni og sérfræðingar lögreglu eru nýkomnir á staðinn. 10:14: Hollande snýr aftur til FrakklandsFrancois Hollande Frakklandsforseti hefur ákveðið að yfirgefa leiðtogafun aðildarríkja ESB sem fram fer í Brussel og halda til Frakklands vegna árásarinnar.10:12: Árásin varð rétt fyrir klukka 10 að staðartímaFranskir fjölmiðlar greina frá því að árásin hafi átt sér stað skömmu fyrir klukkan 10 að staðartíma, eða 8 að íslenskum tíma.#Attentat #Isere : les journalistes attendent Bernard Cazeneuve d'ici une 10aine de minutes pour une déclaration pic.twitter.com/JbsrHnJ5Oz— France Bleu Isère (@bleu_isere) June 26, 2015 Vísir/AFP10:10: Ekki starfsmaður verksmiðjunnarAð sögn AFP og Reuters var sá sem fannst afhöfðaður ekki starfsmaður verksmiðjunnar. 10:07: Rannsakað sem hryðjuverkaárás Talsmaður franskra yfirvalda staðfestir að atburðurinn sé rannsakað sem hryðjuverkaárás.10:03: Hollande með fréttamannafundBúist er við að Francois Hollande Frakklandsforseti haldi fréttamannafund innan skamms.9:58: Einn látinn, tveir særðirLe Figaro greinir frá því að einn maður hafi látist og tveir særst. Um fjörutíu starfsmenn verksmiðjunnar hafa verið fluttir úr verksmiðjunni.9:56: Hinn handtekni þrítugur Franskir fjölmiðlar greina frá því að hinn handtekni sé þritugur karlmaður. Franska öryggislögreglan á að þekkja til mannsins. 9:51: Aukinn viðbúnaður Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, hefur aukið viðbúnaðarstig lögreglu í landinu vegna árásarinnar. 9:48: Arabískur texti fannst á höfðinu Að sögn AFP var arabískur texti ritaður á höfði mannsins sem hafði fundist afhöfðaður. Höfuðið hafði verið stjaksett á hliði verksmiðjunnar. 9:46: Óku á bíl inn í verksmiðjuna Sky News greinir frá því að tveir menn hafi keyrt inn í verksmiðjuna á bíl. Í bílnum hafi verið gaskútar sem ollu sprengingunum. 9:40: Framleiðir gasvörur Verksmiðjan sem um ræðir heitir Air Products og framleiðir gasvörur, meðal annars til að kæla matvæli. Um fimm þúsund manns búa í Saint-Quentin-Fallavier, sem er að finna um 30 kílómetrum suðaustur af Lyon, við bakka Isére-fljótsins. 9:33: Tveir árásarmennÍ frétt Le Monde segir að tveir árásarmenn hafi haldið inn í verksmiðjuna. Annar þeirra hafi verið handtekinn. 9:28: Einn handtekinn Að sögn franskra fjölmiðla hefur maðurinn verið handtekinn. Hann hafði haldið inn í verksmiðjuna og sprengt nokkrar sprengjur en var handtekinn skömmu síðar.
Mið-Austurlönd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira