Rafmagnsbíll fljótastur á Pikes Peak æfingum Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2015 10:04 Rhys Millen við lettneska rafmagnsbílinn. Sú fáheyrða niðurstaða að rafmagnsbíll muni vinna Pikes Peak klifurkeppnina gæti orðið að veruleika fyrsta sinni í ár í 93 ára sögu keppninnar. Á öðrum degi æfinga fyrir keppnina náði Rhys Millen besta tíma allra bíla á bíl eingöngu drifnum rafmagni og það sem meira er, hann náði rúmlega 16 sekúndum betri tíma en næsti bíll. Millen lét hafa eftir sér að bíllinn ætti meira inni og sá litli tími sem hann hefur nú þegar átt undir stýri á þessum rafmagnsbíl gerði það að verkum að hann næði ekki öllu út úr bílnum, en það myndi aðeins batna. Því má búast við því að hann geri enn betur þegar að keppninni sjálfri kemur, enda segir hann að bíllinn sé hraðari en hann sjálfur ræður við eins og er. Þessi rafmagnsbíll er smíðaður í Lettlandi og ber heitið eO PP03. Næsti bíll á eftir Rhys Millen er Porsche 911 með bensínvél. Tími Rhys Millen var 3:43,75, en Porsche 911 bíllinn náði 4:00,75. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent
Sú fáheyrða niðurstaða að rafmagnsbíll muni vinna Pikes Peak klifurkeppnina gæti orðið að veruleika fyrsta sinni í ár í 93 ára sögu keppninnar. Á öðrum degi æfinga fyrir keppnina náði Rhys Millen besta tíma allra bíla á bíl eingöngu drifnum rafmagni og það sem meira er, hann náði rúmlega 16 sekúndum betri tíma en næsti bíll. Millen lét hafa eftir sér að bíllinn ætti meira inni og sá litli tími sem hann hefur nú þegar átt undir stýri á þessum rafmagnsbíl gerði það að verkum að hann næði ekki öllu út úr bílnum, en það myndi aðeins batna. Því má búast við því að hann geri enn betur þegar að keppninni sjálfri kemur, enda segir hann að bíllinn sé hraðari en hann sjálfur ræður við eins og er. Þessi rafmagnsbíll er smíðaður í Lettlandi og ber heitið eO PP03. Næsti bíll á eftir Rhys Millen er Porsche 911 með bensínvél. Tími Rhys Millen var 3:43,75, en Porsche 911 bíllinn náði 4:00,75.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent