Mitsubishi Mirage slær í gegn í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2015 13:41 Mitsubishi Mirage. Gengi Mitsubishi í Bandaríkjunum á síðustu árum hefur verið afleitt, en nú er aldeilis að rofa til, þökk sé helst mikilli sölu á smábílnum Mirage. Hann kostar aðeins 12.995 dollara, eða 1.730.000 krónur, en þykir hinn besti bíll. Bara í maí seldust 12.000 eintök af Mirage í Bandaríkjunum og er salan í ár 74% meiri en í fyrra. Margir af kaupendum bílsins hafa haft á orði að þeir héldu að þeir myndu nú ekki hafa efni á nýjum bíl með svo marga kosti, svo sem afar lága eyðslu, vel tæknilega búinn og bíl með 100.000 mílna ábyrgð á drifbúnaði. Svo borin sé saman sala Mitsubishi Mirage og annarra vinsælla bíla þá seldist hann meira í maí en Toyota Yaris, Kia Rio, Volkswagen GTI, BMW i3 og allar gerðir Land Rover. Það skrítnasta er kannski að finna í þeirri staðreynd að hægt er að fá ódýrari bíla en Mitsubishi Mirage í Bandaríkjunum. Þeir virðast þó ekki höfða eins vel til kaupenda og þessi bíll, svo eitthvað virðist hann hafa með sér. Til dæmis má fá Dodge Dart á lægra verði þar sem víða má fá af honum 5.000 dollara afslátt vegna dræmrar sölu hans. Það dugar þó ekki til í samkeppninni við Mirage. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent
Gengi Mitsubishi í Bandaríkjunum á síðustu árum hefur verið afleitt, en nú er aldeilis að rofa til, þökk sé helst mikilli sölu á smábílnum Mirage. Hann kostar aðeins 12.995 dollara, eða 1.730.000 krónur, en þykir hinn besti bíll. Bara í maí seldust 12.000 eintök af Mirage í Bandaríkjunum og er salan í ár 74% meiri en í fyrra. Margir af kaupendum bílsins hafa haft á orði að þeir héldu að þeir myndu nú ekki hafa efni á nýjum bíl með svo marga kosti, svo sem afar lága eyðslu, vel tæknilega búinn og bíl með 100.000 mílna ábyrgð á drifbúnaði. Svo borin sé saman sala Mitsubishi Mirage og annarra vinsælla bíla þá seldist hann meira í maí en Toyota Yaris, Kia Rio, Volkswagen GTI, BMW i3 og allar gerðir Land Rover. Það skrítnasta er kannski að finna í þeirri staðreynd að hægt er að fá ódýrari bíla en Mitsubishi Mirage í Bandaríkjunum. Þeir virðast þó ekki höfða eins vel til kaupenda og þessi bíll, svo eitthvað virðist hann hafa með sér. Til dæmis má fá Dodge Dart á lægra verði þar sem víða má fá af honum 5.000 dollara afslátt vegna dræmrar sölu hans. Það dugar þó ekki til í samkeppninni við Mirage.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent