Þær Tvær eru nýir íslenskir sketsaþættir sem þær Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir leika aðalhlutverkin í og skrifa handritið að. Þátturinn fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.
Hér að ofan má sjá einn skets úr fyrsta þættinum. Þær stöllur eru báða svo til nýútskrifaðar leikkonur, Júlíana frá Rose Bruford University of theater and performance í London og Vala frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands.
Þættirnir verða á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudögum klukkan 19:05 og var fyrsti þátturinn á sunnudagskvöld.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)