Andlitslyftur Kia Cee´d Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2015 14:05 Kia Cee´d GT line árgerð 2016. Kia er nú að kynna andlitslyftingu hins vinsæla Cee´d fyrir Evrópumarkað. Fyrir utan heilmiklar og góðar útlitsbreytingar á bílnum er athygliverðasta nýjungin fólgin í nýrri 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu sem fá má í tveimur útfærslum, 99 og 118 hestafla. Enn má fá bílinn með 1,6 lítra dísilvélinni, sem nú hefur fengið nokkra aukahesta, er nú 134 hestöfl í stað 126. Fá má nú dísilútgáfuna með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Kia Cee´d hefur verið á markaði í 9 ár og hefur Kia selt meira en 1 milljón slíkra bíla. Hann keppir í sama stærðarflokki og Volkswagen Golf og Ford Focus og hefur náð talsvert mikilli fótfestu í Evrópu, ekki síst hér á landi. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í kraftaútfærslu, Pro_Cee´d GT og er hann áfram með sömu 201 hestafla vél. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í þremur gerðum, sem 5 dyra hlaðbakur, sem langbakur og sem 3 dyra Pro_Cee´d GT. Kia mun nú einnig bjóða GT Line útfærslu bílsins þar sem útlitið er eins og í Pro_Cee´d GT en vélbúnaðurinn eins og í hefðbundnum Cee´d. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent
Kia er nú að kynna andlitslyftingu hins vinsæla Cee´d fyrir Evrópumarkað. Fyrir utan heilmiklar og góðar útlitsbreytingar á bílnum er athygliverðasta nýjungin fólgin í nýrri 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu sem fá má í tveimur útfærslum, 99 og 118 hestafla. Enn má fá bílinn með 1,6 lítra dísilvélinni, sem nú hefur fengið nokkra aukahesta, er nú 134 hestöfl í stað 126. Fá má nú dísilútgáfuna með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Kia Cee´d hefur verið á markaði í 9 ár og hefur Kia selt meira en 1 milljón slíkra bíla. Hann keppir í sama stærðarflokki og Volkswagen Golf og Ford Focus og hefur náð talsvert mikilli fótfestu í Evrópu, ekki síst hér á landi. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í kraftaútfærslu, Pro_Cee´d GT og er hann áfram með sömu 201 hestafla vél. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í þremur gerðum, sem 5 dyra hlaðbakur, sem langbakur og sem 3 dyra Pro_Cee´d GT. Kia mun nú einnig bjóða GT Line útfærslu bílsins þar sem útlitið er eins og í Pro_Cee´d GT en vélbúnaðurinn eins og í hefðbundnum Cee´d.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent