Söngvarinn tjaslaði varnarjaxlinum saman | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2015 22:40 Guðmann Þórisson fékk skurð á hökuna í leik FH og SJK í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld og þurfti bæði að hefta og sauma sárið saman eftir leik. „Ég veit nú ekki hvað þetta voru mörg spor. Fyrst var þetta heftað saman á fjórum stöðum og ætli það hafi ekki verið 4-5 spor til viðbótar,“ sagði Guðmann við Vísi í kvöld. Læknir FH-liðsins er Haukur Heiðar Hauksson sem er að góðu kunnur sem söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Hann sá um að gera að sárum Guðmanns.Mynd/Snapchat FH„Þetta var nokkuð djúpur skurður. En það er fínt að hann er þó undir hökunni en ekki á áberandi stað í andlitinu,“ bætti Guðmann við. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hann skall saman við Kassim Doumbia, samherja sinn. Hann segist þó ekki hafa verið vankaður eftir höggið. „Alls ekki. Ég hélt að þetta væri ekki neitt í fyrstu. Það tók svo einhverjar 5-6 mínútur að koma mér aftur inn á völlinn og það leið eins og eilífð,“ sagði Guðmann sem lék með myndarlegar umbúðir um hálsinn og hökuna það sem eftir lifði leiks. Guðmann átti frábæran leik í vörn FH í kvöld og átti þátt í sigurmarki FH-inga í uppbótartíma. „Það var algjörlega frábært að vinna leikinn og gott fyrir allan hópinn að komast áfram. Þetta peppar okkur áfram.“ Og hann segir alveg ljóst að hann verður klár í næsta leik. „Það er hundrað prósent,“ sagði hann ákveðinn.Guðmann með umbúðirnar í leiknum í kvöld.Vísir/Andri Marinó Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - SJK 1-0 | FH fer til Aserbaídsjan | Sjáðu markið FH er í komið í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á finnska liðinu SJK á heimavelli í kvöld. FH vann einvígi liðanna samanlagt 2-0. 9. júlí 2015 13:10 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana Sjá meira
Guðmann Þórisson fékk skurð á hökuna í leik FH og SJK í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld og þurfti bæði að hefta og sauma sárið saman eftir leik. „Ég veit nú ekki hvað þetta voru mörg spor. Fyrst var þetta heftað saman á fjórum stöðum og ætli það hafi ekki verið 4-5 spor til viðbótar,“ sagði Guðmann við Vísi í kvöld. Læknir FH-liðsins er Haukur Heiðar Hauksson sem er að góðu kunnur sem söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Hann sá um að gera að sárum Guðmanns.Mynd/Snapchat FH„Þetta var nokkuð djúpur skurður. En það er fínt að hann er þó undir hökunni en ekki á áberandi stað í andlitinu,“ bætti Guðmann við. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hann skall saman við Kassim Doumbia, samherja sinn. Hann segist þó ekki hafa verið vankaður eftir höggið. „Alls ekki. Ég hélt að þetta væri ekki neitt í fyrstu. Það tók svo einhverjar 5-6 mínútur að koma mér aftur inn á völlinn og það leið eins og eilífð,“ sagði Guðmann sem lék með myndarlegar umbúðir um hálsinn og hökuna það sem eftir lifði leiks. Guðmann átti frábæran leik í vörn FH í kvöld og átti þátt í sigurmarki FH-inga í uppbótartíma. „Það var algjörlega frábært að vinna leikinn og gott fyrir allan hópinn að komast áfram. Þetta peppar okkur áfram.“ Og hann segir alveg ljóst að hann verður klár í næsta leik. „Það er hundrað prósent,“ sagði hann ákveðinn.Guðmann með umbúðirnar í leiknum í kvöld.Vísir/Andri Marinó
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - SJK 1-0 | FH fer til Aserbaídsjan | Sjáðu markið FH er í komið í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á finnska liðinu SJK á heimavelli í kvöld. FH vann einvígi liðanna samanlagt 2-0. 9. júlí 2015 13:10 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - SJK 1-0 | FH fer til Aserbaídsjan | Sjáðu markið FH er í komið í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á finnska liðinu SJK á heimavelli í kvöld. FH vann einvígi liðanna samanlagt 2-0. 9. júlí 2015 13:10