Ísland í 23. sæti á styrkleikalista FIFA | Aldrei verið ofar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2015 08:21 Sigurinn á Tékklandi skilar íslensku strákunum upp um 14 sæti á styrkleikalistanum. vísir/ernir Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. Ísland er í 16. sæti af Evrópuþjóðum á listanum. Sigurinn á Tékklandi 12. júní síðastliðinn var gríðarlega mikilvægur upp á stöðu Íslands á listanum að gera en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá síðasta lista og hefur aldrei verið ofar í sögunni. Þessi styrkleikalisti er sérlega mikilvægur því hann ræður í hvaða styrkleikaflokki liðin verða þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2018 í Rússlandi. Nú er ljóst að íslenska liðið verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í undanriðlana 25. júlí næstkomandi. Ísland hefur aldrei verið í jafn háum styrkleikaflokki þegar kemur að drætti í undanriðla stórmóts. Ísland er aðeins fimm stigum á eftir Frakklandi sem er í 22. sæti listans en á meðal þekktra fótboltaþjóða sem eru á eftir íslenska liðinu má nefna Úkraínu (27.), Rússland (28.), Bandaríkin (34.), Mexíkó (40.), Kamerún (42.), Serbíu (43.), Tyrkland (48.) og Japan (50.). Argentína vermir toppsæti styrkleikalistans en Þýskaland dettur niður í 2. sætið. Belgía fellur einnig niður um eitt sæti og í það þriðja en Kólumbía stendur í stað í 4. sætinu. Þá má geta þess að Wales er komið alla leið upp í 10. sæti listans, aðeins tveimur stigum og einu sæti á eftir Englandi sem er í 9. sætinu og hækkar sig um sex sæti frá síðasta lista. Suður-Ameríkumeistarar Chile eru í 11. sæti og Spánn kemur þar á eftir í 12. sæti.Efstu 25 löndin á listanum: 1. Argentína 2. Þýskaland 3. Belgía 4. Kolumbía 5. Holland 6. Brasilía 7. Portúgal 8. Rúmenía 9. England 10. Wales 11. Chile 12. Spánn 13. Úrúgvæ 14. Króatía 15. Slóvakía 15. Austurríki 17. Ítalía 18. Sviss 19. Alsír 20. Tékkland 21. Fílabeinsströndin 22. Frakkland 23. Ísland 24. Danmörk 25. GhanaListann í heild sinni má sjá með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. Ísland er í 16. sæti af Evrópuþjóðum á listanum. Sigurinn á Tékklandi 12. júní síðastliðinn var gríðarlega mikilvægur upp á stöðu Íslands á listanum að gera en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá síðasta lista og hefur aldrei verið ofar í sögunni. Þessi styrkleikalisti er sérlega mikilvægur því hann ræður í hvaða styrkleikaflokki liðin verða þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2018 í Rússlandi. Nú er ljóst að íslenska liðið verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í undanriðlana 25. júlí næstkomandi. Ísland hefur aldrei verið í jafn háum styrkleikaflokki þegar kemur að drætti í undanriðla stórmóts. Ísland er aðeins fimm stigum á eftir Frakklandi sem er í 22. sæti listans en á meðal þekktra fótboltaþjóða sem eru á eftir íslenska liðinu má nefna Úkraínu (27.), Rússland (28.), Bandaríkin (34.), Mexíkó (40.), Kamerún (42.), Serbíu (43.), Tyrkland (48.) og Japan (50.). Argentína vermir toppsæti styrkleikalistans en Þýskaland dettur niður í 2. sætið. Belgía fellur einnig niður um eitt sæti og í það þriðja en Kólumbía stendur í stað í 4. sætinu. Þá má geta þess að Wales er komið alla leið upp í 10. sæti listans, aðeins tveimur stigum og einu sæti á eftir Englandi sem er í 9. sætinu og hækkar sig um sex sæti frá síðasta lista. Suður-Ameríkumeistarar Chile eru í 11. sæti og Spánn kemur þar á eftir í 12. sæti.Efstu 25 löndin á listanum: 1. Argentína 2. Þýskaland 3. Belgía 4. Kolumbía 5. Holland 6. Brasilía 7. Portúgal 8. Rúmenía 9. England 10. Wales 11. Chile 12. Spánn 13. Úrúgvæ 14. Króatía 15. Slóvakía 15. Austurríki 17. Ítalía 18. Sviss 19. Alsír 20. Tékkland 21. Fílabeinsströndin 22. Frakkland 23. Ísland 24. Danmörk 25. GhanaListann í heild sinni má sjá með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira