Toppliðin unnu öll í 1. deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júlí 2015 19:02 Þróttarar eru enn með fjögurra stiga forystu á toppnum. Vísir/Ernir Þróttur, Víkingur Ólafsvík, Fjarðabyggð og Þór unnu öll leiki sína í 1. deild karla í kvöld en þetta eru fjögur efstu lið deildarinnar. Þróttur er á toppnum eftir 1-0 sigur á Gróttu á heimavelli en Rafn Andri Haraldsson skoraði eina mark leiksins á sautjándu mínútu. Víkingur Ólafsvík virðist á mikilli siglingu en liðið hefur ekki tapað leik í deildinni síðan það mætti Þrótti í lok maí. Ólafsvíkingar unnu 4-0 sigur á Fram í kvöld þar sem Ingólfur Sigurðsson skoraði tvö mörk og þeir Kenan Turudija og Brynjar Kristmundsson eitt hvor. Fjarðabyggð vann svo HK í Kórnum, 3-1. Stefán Þór Eysteinsson, Brynjar Jónasson og Elvar Ingi Vignisson skoruðu mörk gestanna en Guðmundur Atli Steinþórsson fyrir HK þegar skammt var til leiksloka. Hinn sautján ára Sveinn Aron Guðjohnsen var varamaður hjá HK í leiknum en kom ekki við sögu. Hann er elsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen. Þór komst svo upp í fjórða sætið með sigri á Selfossi, 2-1. Sigurinn var kærkominn fyrir Þór sem hafði tapað þremur deildarleikjum í röð. Selfoss komst yfir með marki Ragnars Þórs Gunnarssonar en Ármann Pétur Ævarsson og Jóhann Helgi Hannesson tryggðu Þór sigurinn. BÍ/Bolungarvík og Haukar gerðu svo 2-2 jafntefli á Torfnesvelli. Aaron Walker og David Cruz Fernandez skoruðu mörk Djúpmanna en Björgvin Stefánsson skoraði bæði mörk Hauka. Þróttur er á toppnum með 27 stig og hefur fjögurra stiga forystu á Ólafsvíkinga. Fjarðabyggð er svo skammt undan með 21 stig og Þór er með átján. BÍ/Bolungarvík er enn neðst þrátt fyrir að hafa fengið stig í kvöld en liðið er með fjögur stig, einu minna en Grótta. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Synir Eiðs Smára verða allir atvinnumenn Sveinn Aron er að semja við Groningen, Andri Lucas við Espanyol og Daníel Tristan er búinn að skrifa undir hjá Barcelona. 23. júní 2015 10:41 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira
Þróttur, Víkingur Ólafsvík, Fjarðabyggð og Þór unnu öll leiki sína í 1. deild karla í kvöld en þetta eru fjögur efstu lið deildarinnar. Þróttur er á toppnum eftir 1-0 sigur á Gróttu á heimavelli en Rafn Andri Haraldsson skoraði eina mark leiksins á sautjándu mínútu. Víkingur Ólafsvík virðist á mikilli siglingu en liðið hefur ekki tapað leik í deildinni síðan það mætti Þrótti í lok maí. Ólafsvíkingar unnu 4-0 sigur á Fram í kvöld þar sem Ingólfur Sigurðsson skoraði tvö mörk og þeir Kenan Turudija og Brynjar Kristmundsson eitt hvor. Fjarðabyggð vann svo HK í Kórnum, 3-1. Stefán Þór Eysteinsson, Brynjar Jónasson og Elvar Ingi Vignisson skoruðu mörk gestanna en Guðmundur Atli Steinþórsson fyrir HK þegar skammt var til leiksloka. Hinn sautján ára Sveinn Aron Guðjohnsen var varamaður hjá HK í leiknum en kom ekki við sögu. Hann er elsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen. Þór komst svo upp í fjórða sætið með sigri á Selfossi, 2-1. Sigurinn var kærkominn fyrir Þór sem hafði tapað þremur deildarleikjum í röð. Selfoss komst yfir með marki Ragnars Þórs Gunnarssonar en Ármann Pétur Ævarsson og Jóhann Helgi Hannesson tryggðu Þór sigurinn. BÍ/Bolungarvík og Haukar gerðu svo 2-2 jafntefli á Torfnesvelli. Aaron Walker og David Cruz Fernandez skoruðu mörk Djúpmanna en Björgvin Stefánsson skoraði bæði mörk Hauka. Þróttur er á toppnum með 27 stig og hefur fjögurra stiga forystu á Ólafsvíkinga. Fjarðabyggð er svo skammt undan með 21 stig og Þór er með átján. BÍ/Bolungarvík er enn neðst þrátt fyrir að hafa fengið stig í kvöld en liðið er með fjögur stig, einu minna en Grótta.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Synir Eiðs Smára verða allir atvinnumenn Sveinn Aron er að semja við Groningen, Andri Lucas við Espanyol og Daníel Tristan er búinn að skrifa undir hjá Barcelona. 23. júní 2015 10:41 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira
Synir Eiðs Smára verða allir atvinnumenn Sveinn Aron er að semja við Groningen, Andri Lucas við Espanyol og Daníel Tristan er búinn að skrifa undir hjá Barcelona. 23. júní 2015 10:41