Skipta má um tryggingafélag með mánaðarfyrirvara Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2015 14:00 Nýju lögin tóku gildi 1. júlí og nú geta bíleigendur skipt um tryggingafélag með mánaðarfyrirvara. Frá og með 1. júlí nk. taka gildi breytt lög um vátryggingasamninga. Þar með þurfa þeir sem vilja skipta um tryggingafélag ekki lengur að bíða heilt ár eftir því að „uppsagnarglugginn“ opnist fáeina daga einu sinni á ári. Framvegis nægir að segja upp vátryggingasamningi með mánaðar fyrirvara og miðast uppsögnin þá við næstu mánaðamót þar á eftir.Langvinnt baráttumál FÍB Að losa neytendur úr þessum höftum hefur um langt árabil verið baráttumál FÍB og má segja að loks hafi sjónarmið félagsins orðið ofan á hjá löggjafarvaldinu. Félagið hefur ætíð hvatt bifreiðaeigendur til þess að fylgjast grannt með iðgjöldum bifreiðatrygginga sinna og leita reglulega tilboða í þær. Gallinn hefur bara verið sá að samkvæmt eldri lögunum framlengdust tryggingasamningar sjálfvirkt um ár í senn, væri þeim ekki sagt upp a.m.k. mánuði áður en þeir runnu út. Nú er það breytt. Þessum fjötrum hefur verið létt af neytendum og í 14. grein laganna segir m.a. þetta: „Hyggist vátryggingartaki segja vátryggingu upp vegna flutnings vátryggingar til annars félags, sbr. 2. mgr., skal tilkynna félaginu um uppsögn með mánaðar fyrirvara og miðast uppsögn við næstu mánaðamót þar á eftir. Upplýsa skal til hvaða vátryggingafélags er flutt og frá hvaða tíma.“Taka nýju lögunum fagnandi En hvernig skildi tryggingagáfélögin á Íslandi taka þessari breytingu? Í samtali við Ragnaheiði Agnarsdóttur framkvæmdasstjóra einstaklingsþjónustu og samskipta hjá TM sagði hún að félagið fagnaði þessum nýju lögum. Þar á bæ væri fólk fylgjandi frelsi í viðskiptum. Þau sköpuðu tækifæri fyrir tryggingfélögin og sérstaklega fyrir þau félög sem vilja standa sig vel í samskiptum við viðskiptavini sína. Auðvitað færi þau aukna pressu og meiri fagmennsku en í tilviki TM væri því fagnað, enda hefði TM verið það tryggingafélag sem hafi átt ánægðustu viðskiptavinina á tryggingamarkaði 14 sinnum á síðustu 16 árum.Tækifæri til að umbuna langtímaviðskiptavinum Ragnheiður sagði ennfremur að þessu nýju lög gerðu í raun auknar kröfur til tryggingafélaganna að umbuna þeim viðskiptavinum sem halda áfram í viðskipum fremur en þeim sem sífellt eru að skipta. Aðspurð um hvort hún ætti von á lækkun iðgjalda bíleigenda sagði hún svo ekki vera. Því miður hefði lök afkoma verið af ökutækjatryggingum undanfarið, ekki síst vegna slæms veðurs síðasta vetur. Fjölgun tjóna hefur orðið á síðastliðnum 2 árum. Mikil fækkun tjóna varð eftir hrun en nú hefur þeim stórlega fjölgað aftur og helst það sem fyrr í hendur við umsvifin í þjóðfélaginu og fjölgun bíla. Þá nefndi Ragnheiður að mikil aukning hefði orðið í tjónum bílaleigubíla, en bílum þeirra hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum. VÍS er stærst á íslenska markaðnum fyrir bílatryggingar, Sjóvá næst, svo TM og Vörður minnst þeirra fjögurra félaga sem hérlendis starfa. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent
Frá og með 1. júlí nk. taka gildi breytt lög um vátryggingasamninga. Þar með þurfa þeir sem vilja skipta um tryggingafélag ekki lengur að bíða heilt ár eftir því að „uppsagnarglugginn“ opnist fáeina daga einu sinni á ári. Framvegis nægir að segja upp vátryggingasamningi með mánaðar fyrirvara og miðast uppsögnin þá við næstu mánaðamót þar á eftir.Langvinnt baráttumál FÍB Að losa neytendur úr þessum höftum hefur um langt árabil verið baráttumál FÍB og má segja að loks hafi sjónarmið félagsins orðið ofan á hjá löggjafarvaldinu. Félagið hefur ætíð hvatt bifreiðaeigendur til þess að fylgjast grannt með iðgjöldum bifreiðatrygginga sinna og leita reglulega tilboða í þær. Gallinn hefur bara verið sá að samkvæmt eldri lögunum framlengdust tryggingasamningar sjálfvirkt um ár í senn, væri þeim ekki sagt upp a.m.k. mánuði áður en þeir runnu út. Nú er það breytt. Þessum fjötrum hefur verið létt af neytendum og í 14. grein laganna segir m.a. þetta: „Hyggist vátryggingartaki segja vátryggingu upp vegna flutnings vátryggingar til annars félags, sbr. 2. mgr., skal tilkynna félaginu um uppsögn með mánaðar fyrirvara og miðast uppsögn við næstu mánaðamót þar á eftir. Upplýsa skal til hvaða vátryggingafélags er flutt og frá hvaða tíma.“Taka nýju lögunum fagnandi En hvernig skildi tryggingagáfélögin á Íslandi taka þessari breytingu? Í samtali við Ragnaheiði Agnarsdóttur framkvæmdasstjóra einstaklingsþjónustu og samskipta hjá TM sagði hún að félagið fagnaði þessum nýju lögum. Þar á bæ væri fólk fylgjandi frelsi í viðskiptum. Þau sköpuðu tækifæri fyrir tryggingfélögin og sérstaklega fyrir þau félög sem vilja standa sig vel í samskiptum við viðskiptavini sína. Auðvitað færi þau aukna pressu og meiri fagmennsku en í tilviki TM væri því fagnað, enda hefði TM verið það tryggingafélag sem hafi átt ánægðustu viðskiptavinina á tryggingamarkaði 14 sinnum á síðustu 16 árum.Tækifæri til að umbuna langtímaviðskiptavinum Ragnheiður sagði ennfremur að þessu nýju lög gerðu í raun auknar kröfur til tryggingafélaganna að umbuna þeim viðskiptavinum sem halda áfram í viðskipum fremur en þeim sem sífellt eru að skipta. Aðspurð um hvort hún ætti von á lækkun iðgjalda bíleigenda sagði hún svo ekki vera. Því miður hefði lök afkoma verið af ökutækjatryggingum undanfarið, ekki síst vegna slæms veðurs síðasta vetur. Fjölgun tjóna hefur orðið á síðastliðnum 2 árum. Mikil fækkun tjóna varð eftir hrun en nú hefur þeim stórlega fjölgað aftur og helst það sem fyrr í hendur við umsvifin í þjóðfélaginu og fjölgun bíla. Þá nefndi Ragnheiður að mikil aukning hefði orðið í tjónum bílaleigubíla, en bílum þeirra hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum. VÍS er stærst á íslenska markaðnum fyrir bílatryggingar, Sjóvá næst, svo TM og Vörður minnst þeirra fjögurra félaga sem hérlendis starfa.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent