Ný og ódýrari rafmagnsdrifrás frá Bosch Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2015 09:00 Nýjar rafhlöður Bosch gætu gerbreytt landslaginu í notkun rafmagns fyrir bíla. Þýski rafmagnstækjaframleiðandinn Bosch og japanski samstarfsaðili þess GS Yuasa Corp. eru á góðri leið að smíða lithium ion rafhlöður sem kosta aðeins helminginn af rafhlöðum nútímans fyrir bíla en innihalda tvöfalda orku þeirra. Þessi nýja tækni gæti gerbreytt landslaginu í notkun rafmagns fyrir bíla segir forstjóri Bosch. Fyrirtækin tvö hyggjast hefja sölu á þessum nýja rafbúnaði árið 2020 og eru þau á góðum rekspeli að hrinda því í framkvæmd. Búist er við því að um 15% bíla verði með rafbúnaði í drifrás sinni árið 2020 og því er eftir miklu að slægjast hjá Bosch og GS Yuasa. Helsti munurinn á þessum búnaði og þeim rafbúnaði sem notaður er í dag er sá að hann notast við 48 volta spennu, en ekki 220. Þessi búnaður frá Bosch mun fara í ónefndan bíl þekkts evrópsks bílaframleiðanda í ár og því ætti fljótlega að koma reynsla á þessa nýju tækni. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent
Þýski rafmagnstækjaframleiðandinn Bosch og japanski samstarfsaðili þess GS Yuasa Corp. eru á góðri leið að smíða lithium ion rafhlöður sem kosta aðeins helminginn af rafhlöðum nútímans fyrir bíla en innihalda tvöfalda orku þeirra. Þessi nýja tækni gæti gerbreytt landslaginu í notkun rafmagns fyrir bíla segir forstjóri Bosch. Fyrirtækin tvö hyggjast hefja sölu á þessum nýja rafbúnaði árið 2020 og eru þau á góðum rekspeli að hrinda því í framkvæmd. Búist er við því að um 15% bíla verði með rafbúnaði í drifrás sinni árið 2020 og því er eftir miklu að slægjast hjá Bosch og GS Yuasa. Helsti munurinn á þessum búnaði og þeim rafbúnaði sem notaður er í dag er sá að hann notast við 48 volta spennu, en ekki 220. Þessi búnaður frá Bosch mun fara í ónefndan bíl þekkts evrópsks bílaframleiðanda í ár og því ætti fljótlega að koma reynsla á þessa nýju tækni.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent