Nýr Audi A4 er 120 kg léttari Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2015 16:30 Ný kynslóð Audi A4. Audi kynnti nýverið nýjan A4 bíl sinn, að fimmtu kynslóð, og fer það ekkert á milli mála að þar fer Audi A4, svo líkur er hann forvera sínum, þó aðeins hafi verið skerpt á línum bílsins. Er það líkt á komið og með Audi Q7 jeppann og Audi R8 sportbílinn. Mesta breytingin við A4 er líklega fólgin í mikið minni vigt bílsins því Audi hefur tekist að létta bílinn umtalsvert, eða um 120 kíló, sem er býsna mikið fyrir ekki stærri bíl. Ennfremur hefur Audi tekist að gera loftmótsstöðu bílsins þá lægsta í þessum flokki, eða aðeins 0,23 cd. Hann ætti því að vera fær um keppni við sína helstu samkeppnisbíla, þ.e. BMW 3-línuna og Mercedes Benz C-Class. Audi A4 mun áfram verða í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og í langbaksútfærslu og sem „sedan“-bíll. Vélarkostirnir í nýja bílnum eru 150 til 272 hestafla bensínvélar og 2,0 og 3,0 lítra dísilvélar sem skarta svo lágri eyðslu sem 3,7 lítrum. Eyðsla vélanna hefur lækkað allt að 21% og aflið aukist um allt að 25%. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent
Audi kynnti nýverið nýjan A4 bíl sinn, að fimmtu kynslóð, og fer það ekkert á milli mála að þar fer Audi A4, svo líkur er hann forvera sínum, þó aðeins hafi verið skerpt á línum bílsins. Er það líkt á komið og með Audi Q7 jeppann og Audi R8 sportbílinn. Mesta breytingin við A4 er líklega fólgin í mikið minni vigt bílsins því Audi hefur tekist að létta bílinn umtalsvert, eða um 120 kíló, sem er býsna mikið fyrir ekki stærri bíl. Ennfremur hefur Audi tekist að gera loftmótsstöðu bílsins þá lægsta í þessum flokki, eða aðeins 0,23 cd. Hann ætti því að vera fær um keppni við sína helstu samkeppnisbíla, þ.e. BMW 3-línuna og Mercedes Benz C-Class. Audi A4 mun áfram verða í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og í langbaksútfærslu og sem „sedan“-bíll. Vélarkostirnir í nýja bílnum eru 150 til 272 hestafla bensínvélar og 2,0 og 3,0 lítra dísilvélar sem skarta svo lágri eyðslu sem 3,7 lítrum. Eyðsla vélanna hefur lækkað allt að 21% og aflið aukist um allt að 25%.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent