Nýr forstjóri Honda vill spennandi bíla Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2015 13:33 Honda Civic Type R á bílasýningunni í Genf. Mörgum hefur fundist bílar Honda verða sífellt minna spennandi, enda hefur Honda á síðustu árum lagt höfuðáherslu á magnsölu bíla sinna. Það mun breytast með nýjum forstjóra, hinum 56 ára verkfræðingi, Takahiro Hachigo. Hann hefur tjáð sig um það að hjá Honda verði nú lögð áhersla á að búa til bíla sem vekja tilfinningar og uppfylla drauma kaupenda. Bílaáhugamenn um allan heim fagna því, ekki síst í ljósi þess að Honda var frægt fyrir að smíða afar spennandi bíla fyrir ekki svo mörgum árum, en hreinlega hætti því. Tilkoma nýs Honda Civic Type R er gott dæmi um þessa sveiflu nú og von er á fleiri athygliverðum bílum á næstunni. Bílar Honda eiga líka að verða meiri heimsbílar, sem henta kaupendum á öllum mörkuðum, ekki bara í Japan og Bandaríkjunum. Hachigo hefur unnið fyrir Honda í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína og segist þekkja vel til þarfa kaupenda þar og ætli að uppfylla þeirra þarfir. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent
Mörgum hefur fundist bílar Honda verða sífellt minna spennandi, enda hefur Honda á síðustu árum lagt höfuðáherslu á magnsölu bíla sinna. Það mun breytast með nýjum forstjóra, hinum 56 ára verkfræðingi, Takahiro Hachigo. Hann hefur tjáð sig um það að hjá Honda verði nú lögð áhersla á að búa til bíla sem vekja tilfinningar og uppfylla drauma kaupenda. Bílaáhugamenn um allan heim fagna því, ekki síst í ljósi þess að Honda var frægt fyrir að smíða afar spennandi bíla fyrir ekki svo mörgum árum, en hreinlega hætti því. Tilkoma nýs Honda Civic Type R er gott dæmi um þessa sveiflu nú og von er á fleiri athygliverðum bílum á næstunni. Bílar Honda eiga líka að verða meiri heimsbílar, sem henta kaupendum á öllum mörkuðum, ekki bara í Japan og Bandaríkjunum. Hachigo hefur unnið fyrir Honda í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína og segist þekkja vel til þarfa kaupenda þar og ætli að uppfylla þeirra þarfir.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent