Hugmynd Volvo um besta barnabílstólinn Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2015 15:28 Ekki slorleg aðstaða fyrir barnið. Hægt verður að fá svona barnabílstól í nýja Volvo XC90 jeppann. Að sjálfsögðu er hann leðurklæddur eins og önnur sæti bílsins og vafalaust úthugsaður með tilliti til þæginda og öryggis. Það sem ef til vill er eftirtektarverðast er staðsetning hans ofan á framhallandi farþegasætinu og barnið sér aftur, eins og öruggast er, og getur horft beint í augu móður sinnar. Einnig má snúa stólnum til að vinnuaðstaða foreldranna sé sem best við aðhlynningu barnsins. Í barnabílsætinu, sem taka má með sér úr bílnum er hólf úr áli sem rúmar bleiurnar, pelana og allt það sem fylgir barninu. Volvo kallar þennan nýja barnabílstól „Excellence Child Seat Concept“ og líklega er það ekki orðum aukið. Það gerist líklega ekki betra fyrir barnið.Snúa má stólnum. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent
Hægt verður að fá svona barnabílstól í nýja Volvo XC90 jeppann. Að sjálfsögðu er hann leðurklæddur eins og önnur sæti bílsins og vafalaust úthugsaður með tilliti til þæginda og öryggis. Það sem ef til vill er eftirtektarverðast er staðsetning hans ofan á framhallandi farþegasætinu og barnið sér aftur, eins og öruggast er, og getur horft beint í augu móður sinnar. Einnig má snúa stólnum til að vinnuaðstaða foreldranna sé sem best við aðhlynningu barnsins. Í barnabílsætinu, sem taka má með sér úr bílnum er hólf úr áli sem rúmar bleiurnar, pelana og allt það sem fylgir barninu. Volvo kallar þennan nýja barnabílstól „Excellence Child Seat Concept“ og líklega er það ekki orðum aukið. Það gerist líklega ekki betra fyrir barnið.Snúa má stólnum.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent