Mesta bílasala í Bandaríkjunum í 10 ár Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2015 12:15 Ford F-150 er söluhæsta eistaka bílgerðin í Bandaríkjunum. Nú þegar helmingur er liðinn árs stefnir í 17 milljón bíla sölu í Bandaríkjunum og hefur bílasala ekki verið meiri síðustu 10 ár. Það sem einkennir söluna á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins vestra eru vinsældir jeppa og jepplinga og það á kostnað hefðbundinna fólksbíla. Sem fyrr eru pallbílar afar vinsælir, en sala þeirra skilar bandarísku framleiðendunum miklum tekjum þar sem framlegð af þeim er mun hærri en af þeim fólksbílum sem þau framleiða. Þar er samkeppnin harðari frá erlendum framleiðendum, sérstaklega japönskum og þýskum. Pallbílarnir njóta 25% verndartolla og því eiga erlendir framleiðendur erfitt með að selja þá í samkeppni við tollalausa bandaríska pallbíla. Söluhæsta einstaka bílgerðin á fyrri helmingi ársins er Ford F-150 pallbíllinn og seldust 357.180 eintök af honum. Söluhæsti fólksbíllinn var Toyota Camry með 215.816 bíla sölu og söluhæsti smábílinn var Toyota Corolla með 190.131 seldan bíl. Söluhæstu jepplingurinn var Honda CR-V með 163.018 eintök seld. Af einstökum bílaframleiðendum gekk Mitsubishi best með 32,3% meiri sölu en í fyrra. Nissan var með 13,3% aukningu, Jaguar/Land Rover 11,0%, Audi 8,3% og Fiat-Chrysler með 8% aukningu. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent
Nú þegar helmingur er liðinn árs stefnir í 17 milljón bíla sölu í Bandaríkjunum og hefur bílasala ekki verið meiri síðustu 10 ár. Það sem einkennir söluna á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins vestra eru vinsældir jeppa og jepplinga og það á kostnað hefðbundinna fólksbíla. Sem fyrr eru pallbílar afar vinsælir, en sala þeirra skilar bandarísku framleiðendunum miklum tekjum þar sem framlegð af þeim er mun hærri en af þeim fólksbílum sem þau framleiða. Þar er samkeppnin harðari frá erlendum framleiðendum, sérstaklega japönskum og þýskum. Pallbílarnir njóta 25% verndartolla og því eiga erlendir framleiðendur erfitt með að selja þá í samkeppni við tollalausa bandaríska pallbíla. Söluhæsta einstaka bílgerðin á fyrri helmingi ársins er Ford F-150 pallbíllinn og seldust 357.180 eintök af honum. Söluhæsti fólksbíllinn var Toyota Camry með 215.816 bíla sölu og söluhæsti smábílinn var Toyota Corolla með 190.131 seldan bíl. Söluhæstu jepplingurinn var Honda CR-V með 163.018 eintök seld. Af einstökum bílaframleiðendum gekk Mitsubishi best með 32,3% meiri sölu en í fyrra. Nissan var með 13,3% aukningu, Jaguar/Land Rover 11,0%, Audi 8,3% og Fiat-Chrysler með 8% aukningu.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent