Bílasala í Þýskalandi jókst um 13% í júní Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2015 14:30 Volkswagen Golf er söluhæsta bílgerðin í Evrópu. Í flestum stærri landa Evrópu jókst bílasala verulega í síðasta mánuði. Hún jókst um 13% í bílalandinu Þýskalandi, um 14% á Ítalíu, 15% í Frakklandi og heil 24% á Spáni. Hafa skal í huga að í flestum landa álfunnar voru 2 fleiri söludagar í ár en í fyrra. Í Þýskalandi seldust 313.600 bílar og með þessum góða júní-mánuði hefur salan þar á árinu vaxið um 5% og heildarsalan 1,62 milljón bílar. Gott efnahagsástand er nú í Þýskalandi, lítið atvinnuleysi, lágir vextir og mikil einkaneysla. Atvinnuleysi minnkaði níunda mánuðinn í röð. Þrátt fyrir þessa góðu bílasölu það sem af er ári er ekki spáð nema 2% vexti í sölu á árinu öllu og þykir mörgum það æði svartsýn spá. Í maí var salan 7% minni en í fyrra en í maí voru 2 færri söludagar en í fyrra. Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent
Í flestum stærri landa Evrópu jókst bílasala verulega í síðasta mánuði. Hún jókst um 13% í bílalandinu Þýskalandi, um 14% á Ítalíu, 15% í Frakklandi og heil 24% á Spáni. Hafa skal í huga að í flestum landa álfunnar voru 2 fleiri söludagar í ár en í fyrra. Í Þýskalandi seldust 313.600 bílar og með þessum góða júní-mánuði hefur salan þar á árinu vaxið um 5% og heildarsalan 1,62 milljón bílar. Gott efnahagsástand er nú í Þýskalandi, lítið atvinnuleysi, lágir vextir og mikil einkaneysla. Atvinnuleysi minnkaði níunda mánuðinn í röð. Þrátt fyrir þessa góðu bílasölu það sem af er ári er ekki spáð nema 2% vexti í sölu á árinu öllu og þykir mörgum það æði svartsýn spá. Í maí var salan 7% minni en í fyrra en í maí voru 2 færri söludagar en í fyrra.
Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent