Magna Steyr í Austurríki framleiðir fyrir Jaguar/Land Rover Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2015 10:21 Land Rover Discovery Sport framleiddur. Svo vel gengur að selja Jaguar og Land Rover bíla að framleiðslugeta verksmiðja þeirra er fullnýtt. Því hefur fyrirtækið gert samning við austurríska fyrirtækið Magna Steyr um framleiðslu ótiltekinna bíla, en Magna Steyr framleiðir nú bíla fyrir Mercedes Benz, Mini og Peugeot. Ljóst er að Magna Steyr mun framleiða nýjan jeppling frá Jaguar sem fá mun nafnið E-page og líklega einhverja fleiri bíla. Framleiðsla Magna Steyr mun ekki hefjat strax heldur verður af henni eftir næsta ár. Jaguar/Land Rover mun fjárfesta fyrir 745 milljarða þróun nýjrra bíla fyrirtækisins á þessu ári og því næsta og mun kynna nokkra slíka á næstu árum. JLR framleiðir nú bíla í Kína frá og með október síðastliðnum og þá er einnig verið að reisa nýja verksmiðju JLR í Brasilíu. JLR framleiddi alls 1,53 milljón bíla í fyrra. Magna Steyr framleiðir nú bílgerðirnar Mercedes Benz G-Class, Mini Countryman og Paceman og Peugeot RCZ. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent
Svo vel gengur að selja Jaguar og Land Rover bíla að framleiðslugeta verksmiðja þeirra er fullnýtt. Því hefur fyrirtækið gert samning við austurríska fyrirtækið Magna Steyr um framleiðslu ótiltekinna bíla, en Magna Steyr framleiðir nú bíla fyrir Mercedes Benz, Mini og Peugeot. Ljóst er að Magna Steyr mun framleiða nýjan jeppling frá Jaguar sem fá mun nafnið E-page og líklega einhverja fleiri bíla. Framleiðsla Magna Steyr mun ekki hefjat strax heldur verður af henni eftir næsta ár. Jaguar/Land Rover mun fjárfesta fyrir 745 milljarða þróun nýjrra bíla fyrirtækisins á þessu ári og því næsta og mun kynna nokkra slíka á næstu árum. JLR framleiðir nú bíla í Kína frá og með október síðastliðnum og þá er einnig verið að reisa nýja verksmiðju JLR í Brasilíu. JLR framleiddi alls 1,53 milljón bíla í fyrra. Magna Steyr framleiðir nú bílgerðirnar Mercedes Benz G-Class, Mini Countryman og Paceman og Peugeot RCZ.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent