Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu Birgir Olgeirsson skrifar 2. júlí 2015 09:38 Baldur Guðmundsson býr við Fossvoginn og hefur fundið 37 bit á líkama sínum. Vísir/Facebook/map.is Enn fjölgar þeim sem hafa verið bitnir illa á suðvesturhorni landsins. Fréttablaðið greindi lúsmýi í gær sem lagðist á íbúa sumarhúsa í Kjós og í dag er greint frá nokkrum sem hafa orðið varir við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og Grafarvogi. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greinir frá því að hann hafi farið að finna fyrir einkennum bita um efri hluta líkamans í fyrradag og í gær og reyndust það vera 37 bit í heildin, þar af helmingurinn á hægri handlegg. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem göngutúr í vikunni.Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV.Vísir/FacebookÁ Facebook-síðu sinni segist hann hafa fundið örsmáar flugur í gluggakistu svefnherbergisins. Hann ákvað að fara með þær í greiningu hjá Náttúrufræðistofnun þar sem hann hitti rauðflekkóttan mann í sömu erindagjörðum. Sá hafði verið nagaður í Hafnarfirði og hafði ekki einu sinni farið Hvalfjarðargöngin nýlega, hvað þá farið upp í Kjós. „Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna,“ skrifar Baldur sem segir í samtali við Vísi að konan hans hafi einnig verið bitin. Hann segist ekki geta fullyrt að um lúsmý sé að ræða en tímasetningin sé grunsamleg. Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að þó sterkur grunur leiki á að skordýrið sem hefur herjað á íbúa suðvesturhluta landsins sé lúsmý þá sé ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott,“ segir Erling í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Enn fjölgar þeim sem hafa verið bitnir illa á suðvesturhorni landsins. Fréttablaðið greindi lúsmýi í gær sem lagðist á íbúa sumarhúsa í Kjós og í dag er greint frá nokkrum sem hafa orðið varir við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og Grafarvogi. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greinir frá því að hann hafi farið að finna fyrir einkennum bita um efri hluta líkamans í fyrradag og í gær og reyndust það vera 37 bit í heildin, þar af helmingurinn á hægri handlegg. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem göngutúr í vikunni.Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV.Vísir/FacebookÁ Facebook-síðu sinni segist hann hafa fundið örsmáar flugur í gluggakistu svefnherbergisins. Hann ákvað að fara með þær í greiningu hjá Náttúrufræðistofnun þar sem hann hitti rauðflekkóttan mann í sömu erindagjörðum. Sá hafði verið nagaður í Hafnarfirði og hafði ekki einu sinni farið Hvalfjarðargöngin nýlega, hvað þá farið upp í Kjós. „Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna,“ skrifar Baldur sem segir í samtali við Vísi að konan hans hafi einnig verið bitin. Hann segist ekki geta fullyrt að um lúsmý sé að ræða en tímasetningin sé grunsamleg. Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að þó sterkur grunur leiki á að skordýrið sem hefur herjað á íbúa suðvesturhluta landsins sé lúsmý þá sé ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott,“ segir Erling í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44
Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15