Hver var dæmdur fyrir hvað? Sakfellt fyrir markaðsmisnotkun en enginn dæmdur fyrir milljarða lán til Mata Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2015 11:45 Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason og Bjarki Diego voru allir sakfelldir í markaðsmisnotkunarmálinu. vísir Dómur í stærsta efnahagsbrotamáli sem komið hefur til meðferðar dómstóla hér á landi féll í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag. Alls voru níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings ákærðir í málinu. Ýmist fyrir markaðsmisnotkun eða umboðssvik, eða bæði, í störfum sínum fyrir bankann. Af þeim voru sjö sakfelldir fyrir einn eða fleiri ákæruliði.Allir ákærðu sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun á kauphliðinni Ákæra sérstaks saksóknara var í þremur liðum. Í fyrsta lið var ákært fyrir mikil kaup eigin viðskipta Kaupþings á hlutabréfum í bankanum á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Vildi ákæruvaldið meina að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða þar sem markmið kaupanna hafi verið að halda verði bréfanna uppi eða koma í veg fyrir að það félli. Þá hafi mikil kaup eigin viðskipta verið til þess fallin að gefa eftirspurn bréfanna ranglega eða misvísandi til kynna. Alls voru sex menn ákærðir fyrir markaðsmisnotkun á kauphliðinni og voru þeir allir sakfelldir. Verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, sem voru starfsmenn eigin viðskipta, keyptu hlutabréfin í Kaupþingi að undirlagi fjögurra stjórnenda hjá bankanum, eins og sagði í ákæru. Pétur og Birnir voru dæmdir í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir hlutabréfakaupin. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings samstæðunnar, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, voru auk þess sakfelldir fyrir kaupin en þeir voru einnig dæmdir fyrir aðra liði ákærunnar. Sjá einnig: „Stórfelld markaðsmisnotkun“ stunduð í deild eigin viðskiptaIngólfur Helgason við aðalmeðferð málsins í maí.vísir/gvaIngólfur sá eini sem dæmdur var fyrir sölu hlutabréfa til eignarhaldsfélaga Í öðrum lið ákærunnar var fjallað um nokkrar stórar sölur á hlutabréfum í Kaupþingi til þriggja eignarhaldsfélaga, Holt Investment, Mata og Desulo. Hreiðar, Sigurður, Ingólfur og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, voru allir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskiptanna við eignarhaldsfélögin. Kaup félaganna voru að fullu fjármögnuð með lánveitingum frá bankanum og vildi saksóknari meina að þau hafi byggst á blekkingum og sýndarmennsku, enda hafi þau verið líkleg til að gefa ranglega til kynna að eftirspurn væri eftir hlutabréfum í Kaupþingi. Ingólfur var sá eini sem dæmdur var fyrir þennan hluta ákærunnar. Hreiðar og Sigurður voru báðir sýknaðir af markaðsmisnotkun vegna viðskiptanna og þá var tveimur ákæruliðum á hendur Magnúsi vísað frá. Einn ákæruliður stóð þá eftir sem hann var sýknaður af.Bjarki Diego var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi.vísir/ernirBjarki dæmdur fyrir sjö lán til eignarhaldsfélaga Þriðji liður ákærunnar sneri að lánunum sem veitt voru til hlutabréfakaupa í bankanum. Bjarki Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi og sat í lánanefnd samstæðu bankans, var ákærður ásamt Hreiðari, Sigurði, Ingólfi, Magnúsi og Björk Þórarinsdóttur, sem einnig sat í lánanefnd, fyrir umboðssvik vegna lána sem veitt voru Holt árið 2008 til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi. Alls var um þrjú lán að ræða og nam upphæðin alls um 16 milljörðum króna. Bjarki var sá eini sem dæmdur var fyrir tvö þeirra en Hreiðar og Sigurður voru dæmdir fyrir það þriðja. Ingólfur, Magnús og Björk voru hins vegar öll sýknuð. Að auki voru Bjarki, Hreiðar, Sigurður, Ingólfur og Magnús ákærðir fyrir lánveitingar til Desulo sem einnig keypti hlutabréf í Kaupþingi með lánum á árinu 2008. Eitt lánið var upp á 150 milljónir sænskar krónur, hin voru öll í íslenskum krónum og voru samtals rúmir 10 milljarðar. Bjarki var sá eini sem héraðsdómur sakfelldi fyrir öll lánin fimm til Desulo en Hreiðar var einnig dæmdur fyrir eitt lánið. Aðrir ákærðu voru sýknaðir. Sjá einnig: Gríðarlega há málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmálinuEnginn sakfelldur fyrir 3,5 milljarða lán til Mata Í mars 2008 fékk eignarhaldsfélagið Mata 3,5 milljarða króna lán frá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hreiðar, Sigurður, Ingólfur og Magnús voru allir ákærðir vegna lánsins en að mati héraðsdóms var aðkoma Hreiðars og Sigurðar að lánveitingunni ósönnuð. Þá segir dómurinn að Ingólfur og Magnús hafi ekki haft umboð til að skuldbinda bankann. Fjórmenningarnir voru því allir sýknaðir af þessum ákærulið. Hreiðar og Sigurður voru svo einnig ákærðir fyrir umboðssvik vegna 12 milljarða króna láns til Kevins Stanfords sem veitt var í ágúst 2008. Hreiðar var dæmdur fyrir lánið en Sigurður sýknaður.Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að fjármunum Kaupþings hafi verið stefnt í verulega hættu með lánveitingum til eignarhaldsfélaga.vísir/gvaFé bankans stefnt í verulega hættu Í niðurstöðu héraðsdóms þar sem fjallað er um lánveitingarnar segir að ákærðu hafi misnotað aðstöðu sína í trúnaðarstörfum hjá Kaupþingi með því að taka til að mynda ekki nægjanlegar tryggingar fyrir lánunum. Þá hafi þeim mátt vera að fullu ljóst að félögin höfðu ekki aðra starfsemi með höndum en að eiga hlutabréf í bankanum. Því væri greiðslugetan takmörkuð við tekjur af þeim, eins og segir í dómnum. „Það er niðurstaða dómsins að með því að lána félögum, sem hvorki áttu aðrar eignir en hlutabréfin né höfðu rekstur með höndum, hafi verið framin umboðssvik með því að aðstaðan var misnotuð og fjármunum bankans stefnt í verulega hættu. Breytir engu um þessa niðurstöðu hvort lánareglur voru brotnar eða ekki vegna þess að innan umboðs síns hjá bankanum bar ákærðu að hegða sér með hagsmuni hans í huga.“Ekkert liggur fyrir með áfrýjun Hreiðari var ekki gerð frekari refsing en fimm og hálft ár í fangelsi, sem er sá dómur sem hann hlaut í Hæstarétti vegna Al Thani-málsins. Hins vegar var einu ári bætt við þá refsingu sem Sigurður hlaut vegna Al Thani. Samanlögð refsing hans fyrir aðild sína að báðum málunum er því fimm ár. Ingólfur fékk fjögurra og hálfs árs langan dóm og Bjarki tvö og hálft ár. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar en miðað við að flestum hrunmálunum svokölluðu hefur verið áfrýjað eru allar líkur á svo að verði einnig í þessu tilfelli. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 „Hin meinta markaðsmisnotkun á sér dýpri rætur í blekkingum og málamyndagerningum“ Það kennir ýmissa grasa í svarbréfi Kauphallarinnar til Fjármálaeftirlitsins sem sent var haustið 2011 vegna gagnrýni sem FME setti fram á viðskiptaeftirlit Kauphallarinnar fyrir hrun. 7. maí 2015 15:11 Meint mannréttindabrot, bankadrusla og Bubbaplötur Einhverri lengstu aðalmeðferð sögunnar í sakamáli á Íslandi lauk síðastliðinn föstudag þegar punkturinn var settur aftan við fimm vikna löng réttarhöld í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 26. maí 2015 13:00 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum? Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu. 15. maí 2015 09:15 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Dómur í stærsta efnahagsbrotamáli sem komið hefur til meðferðar dómstóla hér á landi féll í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag. Alls voru níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings ákærðir í málinu. Ýmist fyrir markaðsmisnotkun eða umboðssvik, eða bæði, í störfum sínum fyrir bankann. Af þeim voru sjö sakfelldir fyrir einn eða fleiri ákæruliði.Allir ákærðu sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun á kauphliðinni Ákæra sérstaks saksóknara var í þremur liðum. Í fyrsta lið var ákært fyrir mikil kaup eigin viðskipta Kaupþings á hlutabréfum í bankanum á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Vildi ákæruvaldið meina að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða þar sem markmið kaupanna hafi verið að halda verði bréfanna uppi eða koma í veg fyrir að það félli. Þá hafi mikil kaup eigin viðskipta verið til þess fallin að gefa eftirspurn bréfanna ranglega eða misvísandi til kynna. Alls voru sex menn ákærðir fyrir markaðsmisnotkun á kauphliðinni og voru þeir allir sakfelldir. Verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, sem voru starfsmenn eigin viðskipta, keyptu hlutabréfin í Kaupþingi að undirlagi fjögurra stjórnenda hjá bankanum, eins og sagði í ákæru. Pétur og Birnir voru dæmdir í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir hlutabréfakaupin. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings samstæðunnar, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, voru auk þess sakfelldir fyrir kaupin en þeir voru einnig dæmdir fyrir aðra liði ákærunnar. Sjá einnig: „Stórfelld markaðsmisnotkun“ stunduð í deild eigin viðskiptaIngólfur Helgason við aðalmeðferð málsins í maí.vísir/gvaIngólfur sá eini sem dæmdur var fyrir sölu hlutabréfa til eignarhaldsfélaga Í öðrum lið ákærunnar var fjallað um nokkrar stórar sölur á hlutabréfum í Kaupþingi til þriggja eignarhaldsfélaga, Holt Investment, Mata og Desulo. Hreiðar, Sigurður, Ingólfur og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, voru allir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskiptanna við eignarhaldsfélögin. Kaup félaganna voru að fullu fjármögnuð með lánveitingum frá bankanum og vildi saksóknari meina að þau hafi byggst á blekkingum og sýndarmennsku, enda hafi þau verið líkleg til að gefa ranglega til kynna að eftirspurn væri eftir hlutabréfum í Kaupþingi. Ingólfur var sá eini sem dæmdur var fyrir þennan hluta ákærunnar. Hreiðar og Sigurður voru báðir sýknaðir af markaðsmisnotkun vegna viðskiptanna og þá var tveimur ákæruliðum á hendur Magnúsi vísað frá. Einn ákæruliður stóð þá eftir sem hann var sýknaður af.Bjarki Diego var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi.vísir/ernirBjarki dæmdur fyrir sjö lán til eignarhaldsfélaga Þriðji liður ákærunnar sneri að lánunum sem veitt voru til hlutabréfakaupa í bankanum. Bjarki Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi og sat í lánanefnd samstæðu bankans, var ákærður ásamt Hreiðari, Sigurði, Ingólfi, Magnúsi og Björk Þórarinsdóttur, sem einnig sat í lánanefnd, fyrir umboðssvik vegna lána sem veitt voru Holt árið 2008 til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi. Alls var um þrjú lán að ræða og nam upphæðin alls um 16 milljörðum króna. Bjarki var sá eini sem dæmdur var fyrir tvö þeirra en Hreiðar og Sigurður voru dæmdir fyrir það þriðja. Ingólfur, Magnús og Björk voru hins vegar öll sýknuð. Að auki voru Bjarki, Hreiðar, Sigurður, Ingólfur og Magnús ákærðir fyrir lánveitingar til Desulo sem einnig keypti hlutabréf í Kaupþingi með lánum á árinu 2008. Eitt lánið var upp á 150 milljónir sænskar krónur, hin voru öll í íslenskum krónum og voru samtals rúmir 10 milljarðar. Bjarki var sá eini sem héraðsdómur sakfelldi fyrir öll lánin fimm til Desulo en Hreiðar var einnig dæmdur fyrir eitt lánið. Aðrir ákærðu voru sýknaðir. Sjá einnig: Gríðarlega há málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmálinuEnginn sakfelldur fyrir 3,5 milljarða lán til Mata Í mars 2008 fékk eignarhaldsfélagið Mata 3,5 milljarða króna lán frá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hreiðar, Sigurður, Ingólfur og Magnús voru allir ákærðir vegna lánsins en að mati héraðsdóms var aðkoma Hreiðars og Sigurðar að lánveitingunni ósönnuð. Þá segir dómurinn að Ingólfur og Magnús hafi ekki haft umboð til að skuldbinda bankann. Fjórmenningarnir voru því allir sýknaðir af þessum ákærulið. Hreiðar og Sigurður voru svo einnig ákærðir fyrir umboðssvik vegna 12 milljarða króna láns til Kevins Stanfords sem veitt var í ágúst 2008. Hreiðar var dæmdur fyrir lánið en Sigurður sýknaður.Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að fjármunum Kaupþings hafi verið stefnt í verulega hættu með lánveitingum til eignarhaldsfélaga.vísir/gvaFé bankans stefnt í verulega hættu Í niðurstöðu héraðsdóms þar sem fjallað er um lánveitingarnar segir að ákærðu hafi misnotað aðstöðu sína í trúnaðarstörfum hjá Kaupþingi með því að taka til að mynda ekki nægjanlegar tryggingar fyrir lánunum. Þá hafi þeim mátt vera að fullu ljóst að félögin höfðu ekki aðra starfsemi með höndum en að eiga hlutabréf í bankanum. Því væri greiðslugetan takmörkuð við tekjur af þeim, eins og segir í dómnum. „Það er niðurstaða dómsins að með því að lána félögum, sem hvorki áttu aðrar eignir en hlutabréfin né höfðu rekstur með höndum, hafi verið framin umboðssvik með því að aðstaðan var misnotuð og fjármunum bankans stefnt í verulega hættu. Breytir engu um þessa niðurstöðu hvort lánareglur voru brotnar eða ekki vegna þess að innan umboðs síns hjá bankanum bar ákærðu að hegða sér með hagsmuni hans í huga.“Ekkert liggur fyrir með áfrýjun Hreiðari var ekki gerð frekari refsing en fimm og hálft ár í fangelsi, sem er sá dómur sem hann hlaut í Hæstarétti vegna Al Thani-málsins. Hins vegar var einu ári bætt við þá refsingu sem Sigurður hlaut vegna Al Thani. Samanlögð refsing hans fyrir aðild sína að báðum málunum er því fimm ár. Ingólfur fékk fjögurra og hálfs árs langan dóm og Bjarki tvö og hálft ár. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar en miðað við að flestum hrunmálunum svokölluðu hefur verið áfrýjað eru allar líkur á svo að verði einnig í þessu tilfelli. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 „Hin meinta markaðsmisnotkun á sér dýpri rætur í blekkingum og málamyndagerningum“ Það kennir ýmissa grasa í svarbréfi Kauphallarinnar til Fjármálaeftirlitsins sem sent var haustið 2011 vegna gagnrýni sem FME setti fram á viðskiptaeftirlit Kauphallarinnar fyrir hrun. 7. maí 2015 15:11 Meint mannréttindabrot, bankadrusla og Bubbaplötur Einhverri lengstu aðalmeðferð sögunnar í sakamáli á Íslandi lauk síðastliðinn föstudag þegar punkturinn var settur aftan við fimm vikna löng réttarhöld í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 26. maí 2015 13:00 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum? Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu. 15. maí 2015 09:15 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15
„Hin meinta markaðsmisnotkun á sér dýpri rætur í blekkingum og málamyndagerningum“ Það kennir ýmissa grasa í svarbréfi Kauphallarinnar til Fjármálaeftirlitsins sem sent var haustið 2011 vegna gagnrýni sem FME setti fram á viðskiptaeftirlit Kauphallarinnar fyrir hrun. 7. maí 2015 15:11
Meint mannréttindabrot, bankadrusla og Bubbaplötur Einhverri lengstu aðalmeðferð sögunnar í sakamáli á Íslandi lauk síðastliðinn föstudag þegar punkturinn var settur aftan við fimm vikna löng réttarhöld í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 26. maí 2015 13:00
Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57
Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum? Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu. 15. maí 2015 09:15