Toyota Mirai vetnisbíllinn eyðir 3,5 lítrum Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2015 10:15 Toyota Mirai vetnisbíllinn. Nú er Toyota að leggja lokahöndina á tímamóta vetnisbíl sinn, Mirai. Hann verður ákaflega sparneytinn bíll og eyðir aðeins 3,5 lítrum vetnis á hverja hundrað kílómetra. Hann mun komast 500 kílómetra á tankfyllinni og hefur því drægi á við margan venjulegan fólksbílinn með brunavél. Þessi bíll verður hinsvegar ekki ódýr og mun kosta 57.500 dollara í Bandaríkjunum, eða 7,6 milljónir króna. Því fylgir reyndar þriggja ára birgðir af vetni eða vetni að andvirði 15.000 dollurum. Einnig verða allar skoðanir og viðhald bílsins án endurgjalds fyrstu 3 árin, eða fyrstu 55.000 kílómetrana. Þá er bíllinn í ábyrgð fyrstu 8 árin, eða allt að 160.000 kílómetra akstri. Toyota mun hefja sölu á þessum bíl í Kaliforníu í Bandaríkjunum í október á þessu ári. Hægt verður að leigja bílinn í 3 ár og greiða fyrir það 66.000 krónur á mánuði. Toyota lukkaðist vel að kynna nýja Hybrid tækni með Prius bíl sínum og ruddi þar nýjar brautir. Vonandi tekst þeim það sama með þessum nýja vetnisbíl. Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent
Nú er Toyota að leggja lokahöndina á tímamóta vetnisbíl sinn, Mirai. Hann verður ákaflega sparneytinn bíll og eyðir aðeins 3,5 lítrum vetnis á hverja hundrað kílómetra. Hann mun komast 500 kílómetra á tankfyllinni og hefur því drægi á við margan venjulegan fólksbílinn með brunavél. Þessi bíll verður hinsvegar ekki ódýr og mun kosta 57.500 dollara í Bandaríkjunum, eða 7,6 milljónir króna. Því fylgir reyndar þriggja ára birgðir af vetni eða vetni að andvirði 15.000 dollurum. Einnig verða allar skoðanir og viðhald bílsins án endurgjalds fyrstu 3 árin, eða fyrstu 55.000 kílómetrana. Þá er bíllinn í ábyrgð fyrstu 8 árin, eða allt að 160.000 kílómetra akstri. Toyota mun hefja sölu á þessum bíl í Kaliforníu í Bandaríkjunum í október á þessu ári. Hægt verður að leigja bílinn í 3 ár og greiða fyrir það 66.000 krónur á mánuði. Toyota lukkaðist vel að kynna nýja Hybrid tækni með Prius bíl sínum og ruddi þar nýjar brautir. Vonandi tekst þeim það sama með þessum nýja vetnisbíl.
Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent