Honda með þriggja sætaraða B-RV Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2015 09:46 Teikning af tilvonandi Honda B-RV. Honda ætlar að framleiða sjö sæta og þriggja sætaraða jeppling sem fær nafnið Honda B-RV og verður hann fyrst markaðssettur í Indónesíu. Honda framleiðir reyndar nú þegar þriggja sætaraða bíl fyrir Bandaríkjamarkað sem heitir Pilot, en þessi bíll verður ekkert líkur honum og mun fallegri. Ekki verður vélin stór í þessum nýja bíl, eða aðeins 1,5 lítra bensínvél og mun hann fást bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Ekki er ljóst hvort að bíllinn verði í boði fjórhjóladrifinn, framhjóladrifinn eða bæði. Þó er ljóst að hann mun standa hátt frá vegi svo líklegt er að fjórhjóladrif verði í boði. Honda ætlar að frumsýna þennan nýja jeppling á bílasýningunni á Gaikindo Indonesian International Auto Show í ágúst og því er ekki langt að bíða þess að sjá hvernig hann lítur endanlega út og verður útbúinn. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent
Honda ætlar að framleiða sjö sæta og þriggja sætaraða jeppling sem fær nafnið Honda B-RV og verður hann fyrst markaðssettur í Indónesíu. Honda framleiðir reyndar nú þegar þriggja sætaraða bíl fyrir Bandaríkjamarkað sem heitir Pilot, en þessi bíll verður ekkert líkur honum og mun fallegri. Ekki verður vélin stór í þessum nýja bíl, eða aðeins 1,5 lítra bensínvél og mun hann fást bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Ekki er ljóst hvort að bíllinn verði í boði fjórhjóladrifinn, framhjóladrifinn eða bæði. Þó er ljóst að hann mun standa hátt frá vegi svo líklegt er að fjórhjóladrif verði í boði. Honda ætlar að frumsýna þennan nýja jeppling á bílasýningunni á Gaikindo Indonesian International Auto Show í ágúst og því er ekki langt að bíða þess að sjá hvernig hann lítur endanlega út og verður útbúinn.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent