Honda með þriggja sætaraða B-RV Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2015 09:46 Teikning af tilvonandi Honda B-RV. Honda ætlar að framleiða sjö sæta og þriggja sætaraða jeppling sem fær nafnið Honda B-RV og verður hann fyrst markaðssettur í Indónesíu. Honda framleiðir reyndar nú þegar þriggja sætaraða bíl fyrir Bandaríkjamarkað sem heitir Pilot, en þessi bíll verður ekkert líkur honum og mun fallegri. Ekki verður vélin stór í þessum nýja bíl, eða aðeins 1,5 lítra bensínvél og mun hann fást bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Ekki er ljóst hvort að bíllinn verði í boði fjórhjóladrifinn, framhjóladrifinn eða bæði. Þó er ljóst að hann mun standa hátt frá vegi svo líklegt er að fjórhjóladrif verði í boði. Honda ætlar að frumsýna þennan nýja jeppling á bílasýningunni á Gaikindo Indonesian International Auto Show í ágúst og því er ekki langt að bíða þess að sjá hvernig hann lítur endanlega út og verður útbúinn. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent
Honda ætlar að framleiða sjö sæta og þriggja sætaraða jeppling sem fær nafnið Honda B-RV og verður hann fyrst markaðssettur í Indónesíu. Honda framleiðir reyndar nú þegar þriggja sætaraða bíl fyrir Bandaríkjamarkað sem heitir Pilot, en þessi bíll verður ekkert líkur honum og mun fallegri. Ekki verður vélin stór í þessum nýja bíl, eða aðeins 1,5 lítra bensínvél og mun hann fást bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Ekki er ljóst hvort að bíllinn verði í boði fjórhjóladrifinn, framhjóladrifinn eða bæði. Þó er ljóst að hann mun standa hátt frá vegi svo líklegt er að fjórhjóladrif verði í boði. Honda ætlar að frumsýna þennan nýja jeppling á bílasýningunni á Gaikindo Indonesian International Auto Show í ágúst og því er ekki langt að bíða þess að sjá hvernig hann lítur endanlega út og verður útbúinn.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent