Nýtt lag úr gamanþáttaröðinni Efri Stéttinni er dottið í hús. Lagið ætti að byggja upp smá spennu fyrir næsta þátt sem verður frumsýndur á Vísi klukkan 17 á morgun.
Krakkarnir í Efri Stéttinni hvetja alla til að dilla sér við lagið, syngja með og velta fyrir sér boðskapnum í laginu sem á að minna okkur á bæði kyn eiga að hafa jafna möguleika á að njóta lífsins með þeim sem þeim sýnist.
Þau sem skipa Efri Stéttina eru Árni Steinn Viggósson, Bergþór Másson, Melkorka Davíðsdóttir Pitt, Ágúst Elí Ásgeirsson, Brynjar Barkarson, Birna María Másdóttir og Kári Eldjárn.
Meðlimir Efri Stéttarinnar eru mjög virkir á samfélagsmiðlum og hvetjum við lesendur til að fylgjast einnig með þeim á Instagram, Twitter, Facebook og á Snapchat (efristettin).
Nýtt lag frá Efri Stéttinni: Whatever
Tengdar fréttir
Frumsýning: Skemmtiþátturinn Efri Stéttin mættur á Vísi
Fyrsti þáttur af tíu í þáttaröð sem beðið hefur verið eftir af mikilli eftirvæntingu.