Stefán Logi: Býst við að halda áfram lengur en Gulli Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 22:09 Stefán Logi Magnússon var frábær í kvöld. vísir/stefán „Ég er virkilega stoltur af mínum strákum,“ sagði Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, við fréttamenn eftir 1-0 tap bikarmeistaranna gegn Rosenborg í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið spilaði vel í kvöld og hefði hæglega getað komist frá leiknum með jafntefli, en Vesturbæingar voru óheppnir að skora ekki mark. „Við erum búnir að vera frábærir upp á síðkastið og við höfum sýnt mikinn karakter í öllum leikjum hvort sem við spilum vel og illa. Þetta er virkilega flottur og samheldinn hópur sem vill ná árangri og það skín í gegn í kvöld,“ sagði markvörðurinn hávaxni. KR spilaði af krafti frá byrjun í kvöld og pressaði á norska stórliðið strax í byrjun leiks. „Við berum enga virðingu fyrir þeim eins og við töluðum um. Við ætluðum að vera skynsamir og loka á það sem þeir eru góðir í,“ sagði Stefán Logi. „Í sóknarleiknum ætluðum við líka að berja á veikleikum þeirra en það er þannig þegar þú mætir liði eins og Rosenborg þá er pressað á okkur. Í heildina var þetta mjög jafn leikur og líklega skemmtilegur á að horfa.“ Stefán Logi var frábær í kvöld og þurfti vítaspyrnu til að koma boltanum framhjá honum. Eftir langt meiðslaskeið virðist hann í góðu formi og sjálfum líður honum vel. „Mér líður eins og ég sé 22 ára. Ég er að fara að skrifa undir fimm ára samning hérna í næstu viku þannig ég býst ekkert við öðru en að halda áfram lengur en Gulli [Gunnleifur Gunnleifsson],“ sagði Stefán Logi, en var auðveldara að gíra sig upp í svona stórleik? „Það er alltaf að gaman að spila við Rosenborg og góð lið. Það er ekkert leiðinlegra að spila í Pepsi-deildinni heldur er þar bara aðeins öðruvísi umgjörð. Við berum virðingu, upp að vissu marki, fyrir öllum okkar andstæðingum.“ Markvörðurinn er bjartsýnn fyrir seinni leikinn sem fram fer á Lerkendal í Þrándheimi eftir viku. „Það er allt hægt ef við setjum eitt mark á þá og við vorum nálægt því í dag. Við nálgumst verkefnið bara með björtum augum en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum hagstæðum úrslitum úti,“ sagði Stefán Logi Magnússon. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56 Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
„Ég er virkilega stoltur af mínum strákum,“ sagði Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, við fréttamenn eftir 1-0 tap bikarmeistaranna gegn Rosenborg í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið spilaði vel í kvöld og hefði hæglega getað komist frá leiknum með jafntefli, en Vesturbæingar voru óheppnir að skora ekki mark. „Við erum búnir að vera frábærir upp á síðkastið og við höfum sýnt mikinn karakter í öllum leikjum hvort sem við spilum vel og illa. Þetta er virkilega flottur og samheldinn hópur sem vill ná árangri og það skín í gegn í kvöld,“ sagði markvörðurinn hávaxni. KR spilaði af krafti frá byrjun í kvöld og pressaði á norska stórliðið strax í byrjun leiks. „Við berum enga virðingu fyrir þeim eins og við töluðum um. Við ætluðum að vera skynsamir og loka á það sem þeir eru góðir í,“ sagði Stefán Logi. „Í sóknarleiknum ætluðum við líka að berja á veikleikum þeirra en það er þannig þegar þú mætir liði eins og Rosenborg þá er pressað á okkur. Í heildina var þetta mjög jafn leikur og líklega skemmtilegur á að horfa.“ Stefán Logi var frábær í kvöld og þurfti vítaspyrnu til að koma boltanum framhjá honum. Eftir langt meiðslaskeið virðist hann í góðu formi og sjálfum líður honum vel. „Mér líður eins og ég sé 22 ára. Ég er að fara að skrifa undir fimm ára samning hérna í næstu viku þannig ég býst ekkert við öðru en að halda áfram lengur en Gulli [Gunnleifur Gunnleifsson],“ sagði Stefán Logi, en var auðveldara að gíra sig upp í svona stórleik? „Það er alltaf að gaman að spila við Rosenborg og góð lið. Það er ekkert leiðinlegra að spila í Pepsi-deildinni heldur er þar bara aðeins öðruvísi umgjörð. Við berum virðingu, upp að vissu marki, fyrir öllum okkar andstæðingum.“ Markvörðurinn er bjartsýnn fyrir seinni leikinn sem fram fer á Lerkendal í Þrándheimi eftir viku. „Það er allt hægt ef við setjum eitt mark á þá og við vorum nálægt því í dag. Við nálgumst verkefnið bara með björtum augum en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum hagstæðum úrslitum úti,“ sagði Stefán Logi Magnússon.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56 Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56
Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03