„Þetta snýst ekki bara um mig, heldur okkur öll“ Ritstjórn skrifar 16. júlí 2015 11:30 Caitlyn Jenner Caitlyn Jenner hélt tilfinningaþrungna og fallega þakkarræðu er hún tók við Arthur Ashe Courage Award á ESPY íþróttaverðlaununum í gær. Var þetta í fyrsta sinn sem Caitlyn kom fram opinberlega sem kona eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði að hefja kynleiðréttingu. Öll börn Caitlyn voru stödd í salnum til þess að fagna með föður sínum, ásamt móður Caitlyn. Í ræðu sinni sagðist hún aldrei hafa hitt neinn sem var trans eins og hún áður en hún hóf sitt ferli. Caitlyn sagði að í ferli sínu að skipta um kyn hafi hún oft á tíðum verið mjög hrædd, en á sama tíma hafi þessi reynsla opnað augu hennar fyrir þessu málefni og gefið henni innblástur til þess að hjálpa öðrum. „Um allt land, um allan heim, á þessari stundu er fullt af ungu fólki sem er að reyna að horfast í augu við að þau séu trans. Þau fá þau skilaboð að þau séu öðruvísi og að reyna að vinna úr því ofan á öll önnur vandamál unglingsáranna er þónokkuð stór biti að kyngja,“ sagði Caitlyn. Áhorfendur stóðu upp og klöppuðu í lok ræðunnar, en hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook. Glamour Líf og heilsa Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Met Gala 2017: Hver er Rei Kawakubo? Glamour Hálfsköllóttur Skarsgård Glamour Tískan á Secret Solstice: Bónusjoggingalli og Ikea haldari Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Kendall Jenner fyrir Calvin Klein Glamour Gamli góði rykfrakkinn Glamour Úr pinnahælum í strigaskó Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Pastellitir og dýramynstur fyrir karlana Glamour
Caitlyn Jenner hélt tilfinningaþrungna og fallega þakkarræðu er hún tók við Arthur Ashe Courage Award á ESPY íþróttaverðlaununum í gær. Var þetta í fyrsta sinn sem Caitlyn kom fram opinberlega sem kona eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði að hefja kynleiðréttingu. Öll börn Caitlyn voru stödd í salnum til þess að fagna með föður sínum, ásamt móður Caitlyn. Í ræðu sinni sagðist hún aldrei hafa hitt neinn sem var trans eins og hún áður en hún hóf sitt ferli. Caitlyn sagði að í ferli sínu að skipta um kyn hafi hún oft á tíðum verið mjög hrædd, en á sama tíma hafi þessi reynsla opnað augu hennar fyrir þessu málefni og gefið henni innblástur til þess að hjálpa öðrum. „Um allt land, um allan heim, á þessari stundu er fullt af ungu fólki sem er að reyna að horfast í augu við að þau séu trans. Þau fá þau skilaboð að þau séu öðruvísi og að reyna að vinna úr því ofan á öll önnur vandamál unglingsáranna er þónokkuð stór biti að kyngja,“ sagði Caitlyn. Áhorfendur stóðu upp og klöppuðu í lok ræðunnar, en hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook.
Glamour Líf og heilsa Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Met Gala 2017: Hver er Rei Kawakubo? Glamour Hálfsköllóttur Skarsgård Glamour Tískan á Secret Solstice: Bónusjoggingalli og Ikea haldari Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Kendall Jenner fyrir Calvin Klein Glamour Gamli góði rykfrakkinn Glamour Úr pinnahælum í strigaskó Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Pastellitir og dýramynstur fyrir karlana Glamour