Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 13:30 Alexander Söderlund, fyrrv. framherji FH, og Hólmar Örn Eyjólfsson, á æfingu Rosenborg í gærkvöldi. vísir/valli Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, var léttur og kátur í sólinni á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í gærkvöldi þegar Vísir ræddi við hann eftir æfingu norska stórliðsins. Ingebrigtsen, sem er fyrrverandi leikmaður Rosenborg og goðsögn í Þrándheimi, tók við liðinu á síðustu leiktíð eftir dapra byrjun og skilaði því í annað sætið.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Rosenborg er, undir hans stjórn, aftur orðið besta liðið í Noregi. Það er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar og stefnir hraðbyri að fyrsta Noregsmeistaratitlinum síðan 2010 og þeim 23. í sögunni. Næsta verkefni er leikur gegn KR í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld klukkan 19.15. Ingebrigtsen ætlar sér auðvitað áfram en ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Við vitum að KR er gott lið. Við sáum báða leikina gegn Cork og þeir sögðu okkur mikið. KR-liðið er gott og spilar góðan fótbolta. Þetta verður jafn leikur en vonandi, ef við spilum okkar besta leik, náum við að vinna,“ sagði Ingebrigtsen við Vísi.Kåre Ingebrigtsen tók við Rosenborg í fyrra og er að gera góða hluti.vísir/gettyLáta okkur vita að við erum ekki meistarar Rosenborg er að spila vel heima fyrir þar sem liðið er í efsta sætinu og skorar mikið af mörkum. „Við leggjum mikið á okkur en auðvitað erum við líka með góða leikmenn,“ sagði Ingebrigtsen um velgengni Þrándheimsliðsins í Noregi í ár. „Við erum að fara þetta á liðsheildinni og allir í liðinu vita þeirra hlutverk. Okkar styrkleiki er liðsheildin en ekki einstaklingar þó við séum með góða einstaklinga líka.“ Rosenborg hefur þurft að sjá á eftir Noregsmeistaratitlinum undanfarin fjögur ár ár til Molde og Strömsgodset. Það er langur tími í Þrándheimi. „Fólkið er ekkert of þolinmótt í Þrándheimi þannig það lætur okkur alveg vita við hvert tækifæri að við erum ekki meistarar. Vonandi getum við þaggað niður í þeim bráðlega. Mótið er hálfnað og við erum að toppnum en það er löng leið að titlinum ennþá,“ sagði þjálfarinn.Ísland skilar alltaf að sér góðum leikmönnum Ingebrigtsen segist bera mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta. Hann hefur á löngum ferli komist í kynni við marga íslenska leikmenn og fylgist ágætlega með því sem hér er að gerast. „Ég hef séð marga leiki undanfarin ár og svo ég var í Viking áður þar sem ég þjálfaði 4-5 íslenska leikmenn. Ég veit að hér eru margir góðir leikmenn. Íslenskur fótbolti skilar alltaf af sér góðum, ungum leikmönnum,“ sagði Ingebrigtsen. „Maður sér bara hvað er að gerast hjá landsliðinu. Íslenskur fótbolti er á flugi. Vonandi heldur landsliðið ykkar bara áfram að fljúga hátt en við náum á móti að stöðva þetta flug aðeins með því að vinna KR,“ sagði Kåre Ingebrigtsen brosandi að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, var léttur og kátur í sólinni á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í gærkvöldi þegar Vísir ræddi við hann eftir æfingu norska stórliðsins. Ingebrigtsen, sem er fyrrverandi leikmaður Rosenborg og goðsögn í Þrándheimi, tók við liðinu á síðustu leiktíð eftir dapra byrjun og skilaði því í annað sætið.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Rosenborg er, undir hans stjórn, aftur orðið besta liðið í Noregi. Það er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar og stefnir hraðbyri að fyrsta Noregsmeistaratitlinum síðan 2010 og þeim 23. í sögunni. Næsta verkefni er leikur gegn KR í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld klukkan 19.15. Ingebrigtsen ætlar sér auðvitað áfram en ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Við vitum að KR er gott lið. Við sáum báða leikina gegn Cork og þeir sögðu okkur mikið. KR-liðið er gott og spilar góðan fótbolta. Þetta verður jafn leikur en vonandi, ef við spilum okkar besta leik, náum við að vinna,“ sagði Ingebrigtsen við Vísi.Kåre Ingebrigtsen tók við Rosenborg í fyrra og er að gera góða hluti.vísir/gettyLáta okkur vita að við erum ekki meistarar Rosenborg er að spila vel heima fyrir þar sem liðið er í efsta sætinu og skorar mikið af mörkum. „Við leggjum mikið á okkur en auðvitað erum við líka með góða leikmenn,“ sagði Ingebrigtsen um velgengni Þrándheimsliðsins í Noregi í ár. „Við erum að fara þetta á liðsheildinni og allir í liðinu vita þeirra hlutverk. Okkar styrkleiki er liðsheildin en ekki einstaklingar þó við séum með góða einstaklinga líka.“ Rosenborg hefur þurft að sjá á eftir Noregsmeistaratitlinum undanfarin fjögur ár ár til Molde og Strömsgodset. Það er langur tími í Þrándheimi. „Fólkið er ekkert of þolinmótt í Þrándheimi þannig það lætur okkur alveg vita við hvert tækifæri að við erum ekki meistarar. Vonandi getum við þaggað niður í þeim bráðlega. Mótið er hálfnað og við erum að toppnum en það er löng leið að titlinum ennþá,“ sagði þjálfarinn.Ísland skilar alltaf að sér góðum leikmönnum Ingebrigtsen segist bera mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta. Hann hefur á löngum ferli komist í kynni við marga íslenska leikmenn og fylgist ágætlega með því sem hér er að gerast. „Ég hef séð marga leiki undanfarin ár og svo ég var í Viking áður þar sem ég þjálfaði 4-5 íslenska leikmenn. Ég veit að hér eru margir góðir leikmenn. Íslenskur fótbolti skilar alltaf af sér góðum, ungum leikmönnum,“ sagði Ingebrigtsen. „Maður sér bara hvað er að gerast hjá landsliðinu. Íslenskur fótbolti er á flugi. Vonandi heldur landsliðið ykkar bara áfram að fljúga hátt en við náum á móti að stöðva þetta flug aðeins með því að vinna KR,“ sagði Kåre Ingebrigtsen brosandi að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira