Sport

Jón Margeir fékk silfur í Glasgow

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Margeir Sverrisson.
Jón Margeir Sverrisson. Vísir/Getty
Jón Margeir Sverrisson vann til silfurverðlauna í kvöld í 200 metra skriðsundi á HM fatlaðra í sundi í Glasgow.

Jón Margeir kom í mark á 1:58.06 mínútum og var rúmri sekúndu á eftir Rússanum Viacheslav Emeliantsev sem tók gullið í þessum fötlunarflokki S14.

Jón Margeir varð aðeins fjórði eftir fyrstu hundrað metrana en vann sig upp í annað sætið með því meðal annars að fara fram úr góðkunningja sínum úr lauginni, Daniel Fox frá Ástralíu, sem missti fyrir vikið af verðlaunasæti.

Viacheslav Emeliantsev hafði slegið heimsmet Jóns Margeirs í undanrásunum og var mjög nálægt því að bæta það aftur þegar hann kom í mark á 1:56.87 mínútum. Þeir eru þeir einu sem hafa synt á undir 1:57:00 mínútum í heiminum af þeim sem keppa í fötlunarflokki S14.

Heimsmetið hans Emeliantsev síðan í morgun var 1:56.27 mínútur og synti Viacheslav Emeliantsev því tvisvar undir gamla heimsmeti Jóns Margeirs í dag. Jón Margeir eignaðist heimsmetið sitt í apríl.

Kolbrún Alda Stefánsdóttir keppti í úrslitum í 200 metra skriðsundi kvenna í fötlunarflokki S14 og endaði í áttunda sæti á 2:23.12 mínútum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×