Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 15. júlí 2015 07:49 Áform um nýjar ríkisstöðvar Landsbankans eru umdeild en að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þeim. Flestir sem fréttastofa tók tali úr röðum almennings voru þeirrar skoðunar að áformin væru misráðin eða hreinlega fáránleg. Gert er ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við austurhöfn Reykjavíkurhafnar verði 16000 fermetrar að stærð eða tvöfalt stærri en höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Kostnaður við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans er áætlaður átta milljarðar króna en Landsbankinn hafnaði talsvert ódýrari lóðarkostum eins og Fiskislóð úti á Granda. Að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þessum fyrirætlunum Landsbankans, Guðlaugur Þór Þórðarson og Frosti Sigurjónsson. Guðlaugur sagði að áformin væru út í hött. Frosti telur að almenningur muni að lokum bera kostnaðinn af þessu í formi hærri þjónustugjalda. Landsbankinn er alfarið í eigu íslenska ríkisins og þar með íslenskra skattgreiðenda. Það er því eðlileg tað kanna hver afstaða eigandans er – það er að segja almennings. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, fór á stúfana í gær og fékk nokkra vegfarendur af handahófi til þess að svara spurningunni:Hvað finnst þér um þau áform Landsbankans að ætla að reisa 16.500 fermetra höfuðstöðvar við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur? Könnunin er að sjálfsögðu ekki vísindaleg og það er oftast erfitt að fá fólk til að svara í könnunum af þessu tagi. En allir voru spurðir sömu spurningarinnar og öll svör voru birt. Svörin má sjá í fréttinni hér að ofan. „Tel reyndar að bankinn eigi að vera með höfuðstöðvar allar á einum stað. En hvort þetta er rétti staðurinn, það verður eiginlega að skoðast betur,“ sagði Kristinn Kristinsson. „Mér finnst þetta alveg út í hött. Algjörlega. Að byggja svona höll undir þetta,mér finnst það bara út í hött,“ sagði Sigurjón Bolli Sigurjónsson. „Bara flott, flottur staður inni í miðri Reykjavík. Alveg æðislegt,“ sagði Guðveig Sigurðardóttir. „Mér finnst það hálfgalið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðjónsson. „Mér finnst þetta afskaplega taktlaust, þessi banki er nýbúinn að fara á rassgatið og tapa fleiri hundruð milljörðum og að ætla að fara að byggja hús fyrir átta milljarða. Ég bara skil þetta ekki,“ sagði Gísli Valtýsson. „Mér finnst þetta rangt í kjölfar þess sem gerðist hér fyrir nokkrum árum síðan, í kjölfar hrunsins,“ sagði Pétur Júlíus Óskarsson. „Ja staðsetningin er náttúrulega ekkert svo slæm en kostnaðurinn við þetta er algjört rugl og við vitum alveg hver borgar brúsann á endanum, það eru bara viðskiptavinirnir,“ sagði Þormóður Sigurðsson. „Mér finnst þetta kannski svolítið vanhugsuð ákvörðun núna þegar það er svona ástand í þjóðfélaginu eins og er, þetta er kannski svolítið dýr framkvæmd sem þeir eru að fara út í,“ sagði Halla Sif Guðlaugsdóttir. „Mér finnst hún eiginlega bara fáránleg. Ég hef svosem ekkert meira um það að segja,“ sagði Pétur Ingjaldsson. „Mér finnst þetta fullkomin veruleikafirring og bara þetta er svo mikil tímaskekkja. Það er eins og þeir hafi ekki lært neitt af hruninu, þetta er bara taktlaust,“ sagði Sigurður Þór Helgason. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Áform um nýjar ríkisstöðvar Landsbankans eru umdeild en að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þeim. Flestir sem fréttastofa tók tali úr röðum almennings voru þeirrar skoðunar að áformin væru misráðin eða hreinlega fáránleg. Gert er ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við austurhöfn Reykjavíkurhafnar verði 16000 fermetrar að stærð eða tvöfalt stærri en höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Kostnaður við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans er áætlaður átta milljarðar króna en Landsbankinn hafnaði talsvert ódýrari lóðarkostum eins og Fiskislóð úti á Granda. Að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þessum fyrirætlunum Landsbankans, Guðlaugur Þór Þórðarson og Frosti Sigurjónsson. Guðlaugur sagði að áformin væru út í hött. Frosti telur að almenningur muni að lokum bera kostnaðinn af þessu í formi hærri þjónustugjalda. Landsbankinn er alfarið í eigu íslenska ríkisins og þar með íslenskra skattgreiðenda. Það er því eðlileg tað kanna hver afstaða eigandans er – það er að segja almennings. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, fór á stúfana í gær og fékk nokkra vegfarendur af handahófi til þess að svara spurningunni:Hvað finnst þér um þau áform Landsbankans að ætla að reisa 16.500 fermetra höfuðstöðvar við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur? Könnunin er að sjálfsögðu ekki vísindaleg og það er oftast erfitt að fá fólk til að svara í könnunum af þessu tagi. En allir voru spurðir sömu spurningarinnar og öll svör voru birt. Svörin má sjá í fréttinni hér að ofan. „Tel reyndar að bankinn eigi að vera með höfuðstöðvar allar á einum stað. En hvort þetta er rétti staðurinn, það verður eiginlega að skoðast betur,“ sagði Kristinn Kristinsson. „Mér finnst þetta alveg út í hött. Algjörlega. Að byggja svona höll undir þetta,mér finnst það bara út í hött,“ sagði Sigurjón Bolli Sigurjónsson. „Bara flott, flottur staður inni í miðri Reykjavík. Alveg æðislegt,“ sagði Guðveig Sigurðardóttir. „Mér finnst það hálfgalið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðjónsson. „Mér finnst þetta afskaplega taktlaust, þessi banki er nýbúinn að fara á rassgatið og tapa fleiri hundruð milljörðum og að ætla að fara að byggja hús fyrir átta milljarða. Ég bara skil þetta ekki,“ sagði Gísli Valtýsson. „Mér finnst þetta rangt í kjölfar þess sem gerðist hér fyrir nokkrum árum síðan, í kjölfar hrunsins,“ sagði Pétur Júlíus Óskarsson. „Ja staðsetningin er náttúrulega ekkert svo slæm en kostnaðurinn við þetta er algjört rugl og við vitum alveg hver borgar brúsann á endanum, það eru bara viðskiptavinirnir,“ sagði Þormóður Sigurðsson. „Mér finnst þetta kannski svolítið vanhugsuð ákvörðun núna þegar það er svona ástand í þjóðfélaginu eins og er, þetta er kannski svolítið dýr framkvæmd sem þeir eru að fara út í,“ sagði Halla Sif Guðlaugsdóttir. „Mér finnst hún eiginlega bara fáránleg. Ég hef svosem ekkert meira um það að segja,“ sagði Pétur Ingjaldsson. „Mér finnst þetta fullkomin veruleikafirring og bara þetta er svo mikil tímaskekkja. Það er eins og þeir hafi ekki lært neitt af hruninu, þetta er bara taktlaust,“ sagði Sigurður Þór Helgason.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira