Fleiri mæta á æfingar í kjölfar bardaga Gunnars Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júlí 2015 14:25 Brandon Thatch átti litla möguleika gegn Gunnari Nelson. vísir/getty „Það er alltaf fullt í skráningunni hjá okkur sama hvaða tími er,“ segir Ingunn Unnsteinsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Mjölnis. „Það er til að mynda að byrja Víkingaþrek í næstu viku hjá okkur og tíu. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá nokkrum manni að Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch á UFC-189 bardagakvöldinu í Las Vegas aðfararnótt sunnudags. Gunnar berst fyrir Mjölni og þjálfar þar einnig. „Við höfum ekki séð neina aukningu í skráningum í kringum bardagana hans Gunnars. Frá því að Mjölnir byrjaði þá hefur alltaf verið fullt og það hefur alltaf verið biðlisti á námskeiðin. Við finnum hins vegar fyrir því að við fáum fleiri fyrirspurnir í kjölfar bardaganna,“ segir Ingunn. Um 1.400 iðkendur stunda líkamsrækt og bardagaíþróttir hjá Mjölni og merkja þjálfararnir mun í kjölfar bardaga Gunnars. Bjarki Þór Pálsson er einn þjálfara Mjölnis. „Maður finnur vel fyrir því að bardagakvöldin virðast skila sér í auknum metnaði hjá fólki. Iðkendur sem hafa kannski ekki mætt í talsverðan tíma snúa aftur og taka á því.“ „Húsnæðið hjá okkur er opið frá hádeginu og fram á kvöld. Við ráðum ágætlega við alla þessa iðkendur svo lengi sem þeir taka ekki upp á því að mæta allir í einu,“ segir hann og hlær. Tengdar fréttir Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
„Það er alltaf fullt í skráningunni hjá okkur sama hvaða tími er,“ segir Ingunn Unnsteinsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Mjölnis. „Það er til að mynda að byrja Víkingaþrek í næstu viku hjá okkur og tíu. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá nokkrum manni að Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch á UFC-189 bardagakvöldinu í Las Vegas aðfararnótt sunnudags. Gunnar berst fyrir Mjölni og þjálfar þar einnig. „Við höfum ekki séð neina aukningu í skráningum í kringum bardagana hans Gunnars. Frá því að Mjölnir byrjaði þá hefur alltaf verið fullt og það hefur alltaf verið biðlisti á námskeiðin. Við finnum hins vegar fyrir því að við fáum fleiri fyrirspurnir í kjölfar bardaganna,“ segir Ingunn. Um 1.400 iðkendur stunda líkamsrækt og bardagaíþróttir hjá Mjölni og merkja þjálfararnir mun í kjölfar bardaga Gunnars. Bjarki Þór Pálsson er einn þjálfara Mjölnis. „Maður finnur vel fyrir því að bardagakvöldin virðast skila sér í auknum metnaði hjá fólki. Iðkendur sem hafa kannski ekki mætt í talsverðan tíma snúa aftur og taka á því.“ „Húsnæðið hjá okkur er opið frá hádeginu og fram á kvöld. Við ráðum ágætlega við alla þessa iðkendur svo lengi sem þeir taka ekki upp á því að mæta allir í einu,“ segir hann og hlær.
Tengdar fréttir Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40
Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið