Íslenski boltinn

Fjarðabyggð er komið í 2. sæti deildarinnar eftir sigur á Víking Ó.

Fjarðabyggð er komið í 2. sæti 1. deildar eftir sigur á Víking frá Ólafsvík.
Fjarðabyggð er komið í 2. sæti 1. deildar eftir sigur á Víking frá Ólafsvík. mynd/heimasíða kff
Fjarðabyggð er á feykilegri siglingu í 1. deild karla í fótbolta. Liðið tók á móti Víking frá Ólafsvík á Eskifirði í dag og lokatölur urðu 1-0 fyrir Fjarðabyggð.

Elvar Ingi Vignisson skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu, hans þriðja mark í deildinni. Leikmenn Víkings reyndu hvað þeir gátu til að jafna og voru nálægt því undir blálokinn þegar Kristinn Magnús Pétursson fékk dauðafæri en allt kom fyrir ekki.

Með sigri Fjarðabyggðar höfðu þessi lið sætaskipti. Fjarðabyggð komst upp fyrir Víking og er nú með 24 stig í 2. sæti deildarinnar. Víkingur er í 3. sæti með 23 stig. Þróttur frá Reykjavík er hins vegar í efsta sæti með 27 stig og á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×