Peugeot-Citroën hagnast eftir 4 ára tap Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2015 11:06 Peugeot 308. Rekstur PSA/Peugeot-Citroën á fyrri helmingi ársins skilaði hagnaði eftir fjögurra ára taprekstur. Hagnaður þess nam 84 milljörðum króna en í fyrra tapaði fyrirtækið 19 milljörðum króna á fyrstu 6 mánuðunum. PSA seldi fleiri bíla nú og á hærra verði og auk þess hefur tekist að minnka kostnað verulega. Velta PSA jókst um 6,9% og nam 4.277 milljörðum króna. Veik Evra, lækkandi hráefnisverð og góð sala bíla í Evrópu hefur hjálpað franska bílasmiðnum á þessu ári og vel horfir fyrir árið í heild. PSA seldi alls 1.550.000 bíla á fyrri helmingi ársins. Besta salan var í Peugeot 308 og Citroën C4 Cactus og hafa þeir báðir slegið í gegn í Evrópu og víðar. PSA spáir því að vöxtur í sölu bíla verði um 6% í Evrópu í ár, 3% í Kína en falli um 15% í S-Ameríku og 35% í Rússlandi. Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Rekstur PSA/Peugeot-Citroën á fyrri helmingi ársins skilaði hagnaði eftir fjögurra ára taprekstur. Hagnaður þess nam 84 milljörðum króna en í fyrra tapaði fyrirtækið 19 milljörðum króna á fyrstu 6 mánuðunum. PSA seldi fleiri bíla nú og á hærra verði og auk þess hefur tekist að minnka kostnað verulega. Velta PSA jókst um 6,9% og nam 4.277 milljörðum króna. Veik Evra, lækkandi hráefnisverð og góð sala bíla í Evrópu hefur hjálpað franska bílasmiðnum á þessu ári og vel horfir fyrir árið í heild. PSA seldi alls 1.550.000 bíla á fyrri helmingi ársins. Besta salan var í Peugeot 308 og Citroën C4 Cactus og hafa þeir báðir slegið í gegn í Evrópu og víðar. PSA spáir því að vöxtur í sölu bíla verði um 6% í Evrópu í ár, 3% í Kína en falli um 15% í S-Ameríku og 35% í Rússlandi.
Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent