Lyfti bíl með handafli af hjólreiðastíg Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2015 09:23 Hjólreiðamanni einum á Spáni ofbauð svo aðfarir eins bíleigenda sem hafði lagt bíl sínum á miðjum hjólreiðastíg að hann gerði sér lítið fyrir og fjarlægði bílinn með handafli. Þetta gerði hann í vitna viðurvist og einn vegfarandi náði myndum af atvikinu, sem hér sést. Þetta verk er greinilega ekki fyrir hvern sem er, en hjólreiðamaðurinn er nokkuð mikill vexti og hefur greinilega varið dögunum talsvert í lyftingasölum. Hann tók einfaldlega undir bílinn að aftan og lyfti honum í þremurur áföngum af stígnum við mikla kátínu vegfarenda eins og heyrist svo vel í myndskeiðinu hér að ofan. Vonandi hefur bíleigandinn lært sína lexíu. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent
Hjólreiðamanni einum á Spáni ofbauð svo aðfarir eins bíleigenda sem hafði lagt bíl sínum á miðjum hjólreiðastíg að hann gerði sér lítið fyrir og fjarlægði bílinn með handafli. Þetta gerði hann í vitna viðurvist og einn vegfarandi náði myndum af atvikinu, sem hér sést. Þetta verk er greinilega ekki fyrir hvern sem er, en hjólreiðamaðurinn er nokkuð mikill vexti og hefur greinilega varið dögunum talsvert í lyftingasölum. Hann tók einfaldlega undir bílinn að aftan og lyfti honum í þremurur áföngum af stígnum við mikla kátínu vegfarenda eins og heyrist svo vel í myndskeiðinu hér að ofan. Vonandi hefur bíleigandinn lært sína lexíu.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent