Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima 28. júlí 2015 19:05 Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. Hjörtur Hjartarson spjallaði við þessa miklu afrekskonu í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Þetta kom mér á óvart,“ sagði hin 22 ára gamla Katrín um árangurinn. „Ég var með ekki með neitt sett markmið, að ná einhverju sæti eða einhverri tölu. En ég var mjög vel undirbúin fyrir mótið´og hef aldrei verið í betra formi, hvorki andlega né líkamlega. „Ég vildi fara inn á völlinn og einbeita mér eingöngu að hverri grein fyrir sig og gefa allt sem ég átti. Ég vissi að það myndi skila mér góðu sæti en ég get ekki sagt að markmiðið hafi verið að vinna leikana.“ Hún viðurkennir að keppendur í CrossFit gangi oft nærri líkama sínum en Annie Mist Þórisdóttir, fyrrverandi heimsmeistari í greininni, þurfti að hætta keppni vegna ofþreytu en keppnin fór fram í miklum hita í Los Angeles. „Jú, en við reynum að undirbúa okkur sem best. Það sem kom öllum, og þá sérstaklega okkur Íslendingunum, helst í opna skjöldu var hitinn. Við vorum í þyngingarvesti sem var með stálplötum framan og aftan á okkur. „Við vorum þarna um miðjan dag meðan það var hvað heitast. Þetta var mjög erfitt og það var hitinn sem gekk eiginlega fram af okkur,“ sagði Katrín sem fékk alls 790 stig í keppninni. Katrín segir að árangur íslensku keppendanna hafi vakið mikla athygli en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í 3. sæti í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson varð einnig í 3. sæti í karlaflokki. „Við erum spurð hvað sé í vatninu á Íslandi og hvort maður yrði góður í CrossFit ef maður bætti -dóttir við nafnið sitt,“ sagði Katrín en að hennar sögn er CrossFit ekki stærra á Íslandi en í öðrum löndum. „Nei, alls ekki. Þetta er langstærst í Ameríku. Ég held að Annie hafi rutt brautina þegar hún vann 2011 og þá sá fólk að þetta er hægt. Svo skiptir keppnisskapið í okkur íslensku keppendunum miklu máli, við höldum að vitum getum allt,“ sagði Katrín ennfremur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. CrossFit Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjá meira
Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. Hjörtur Hjartarson spjallaði við þessa miklu afrekskonu í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Þetta kom mér á óvart,“ sagði hin 22 ára gamla Katrín um árangurinn. „Ég var með ekki með neitt sett markmið, að ná einhverju sæti eða einhverri tölu. En ég var mjög vel undirbúin fyrir mótið´og hef aldrei verið í betra formi, hvorki andlega né líkamlega. „Ég vildi fara inn á völlinn og einbeita mér eingöngu að hverri grein fyrir sig og gefa allt sem ég átti. Ég vissi að það myndi skila mér góðu sæti en ég get ekki sagt að markmiðið hafi verið að vinna leikana.“ Hún viðurkennir að keppendur í CrossFit gangi oft nærri líkama sínum en Annie Mist Þórisdóttir, fyrrverandi heimsmeistari í greininni, þurfti að hætta keppni vegna ofþreytu en keppnin fór fram í miklum hita í Los Angeles. „Jú, en við reynum að undirbúa okkur sem best. Það sem kom öllum, og þá sérstaklega okkur Íslendingunum, helst í opna skjöldu var hitinn. Við vorum í þyngingarvesti sem var með stálplötum framan og aftan á okkur. „Við vorum þarna um miðjan dag meðan það var hvað heitast. Þetta var mjög erfitt og það var hitinn sem gekk eiginlega fram af okkur,“ sagði Katrín sem fékk alls 790 stig í keppninni. Katrín segir að árangur íslensku keppendanna hafi vakið mikla athygli en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í 3. sæti í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson varð einnig í 3. sæti í karlaflokki. „Við erum spurð hvað sé í vatninu á Íslandi og hvort maður yrði góður í CrossFit ef maður bætti -dóttir við nafnið sitt,“ sagði Katrín en að hennar sögn er CrossFit ekki stærra á Íslandi en í öðrum löndum. „Nei, alls ekki. Þetta er langstærst í Ameríku. Ég held að Annie hafi rutt brautina þegar hún vann 2011 og þá sá fólk að þetta er hægt. Svo skiptir keppnisskapið í okkur íslensku keppendunum miklu máli, við höldum að vitum getum allt,“ sagði Katrín ennfremur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
CrossFit Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjá meira