Hættulegasta mótorhjólakeppni heims Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2015 16:06 Á hverju ári í byrjun júní er haldin frægasta og jafnfram hættulegasta mótorhjólakeppni heims á Ermasundseyjunni Isle of Man. Yfir 200 ökumenn hafa dáið í þessari keppni og því kemur það kannski ekki á óvart að um sé að ræða hættulegustu keppni ökumanna á mótorhjólum, en hún hefur verið haldin frá árinu 1907. Keppnin fer fram á venjulegum akvegum eyjarinnar, gegnum bæi og þorp en víða eru langir kaflar þar sem ökumenn geta reynt hjól sín til hins ítrasta, enda ná þeir margir hverjir yfir 300 km hraða á hjólum sínum. Hér að ofan má sjá stiklu úr keppninni í ár og þar má sjá hversu djarft menn tefla og hve hratt er farið. Eins og tala þeirra sem dáið hafa í keppninni bendir til tína stundum margir ökumenn lífinu í þessari hörðu keppni og versta árið í sögu hennar var 1970 er 6 ökumenn dóu en í ár dóu 4 ökumenn. Meðalhraði sigurvegarans í keppninni í ár, John McGuinness á Honda CBR1000RR, var 213,5 km/klst. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent
Á hverju ári í byrjun júní er haldin frægasta og jafnfram hættulegasta mótorhjólakeppni heims á Ermasundseyjunni Isle of Man. Yfir 200 ökumenn hafa dáið í þessari keppni og því kemur það kannski ekki á óvart að um sé að ræða hættulegustu keppni ökumanna á mótorhjólum, en hún hefur verið haldin frá árinu 1907. Keppnin fer fram á venjulegum akvegum eyjarinnar, gegnum bæi og þorp en víða eru langir kaflar þar sem ökumenn geta reynt hjól sín til hins ítrasta, enda ná þeir margir hverjir yfir 300 km hraða á hjólum sínum. Hér að ofan má sjá stiklu úr keppninni í ár og þar má sjá hversu djarft menn tefla og hve hratt er farið. Eins og tala þeirra sem dáið hafa í keppninni bendir til tína stundum margir ökumenn lífinu í þessari hörðu keppni og versta árið í sögu hennar var 1970 er 6 ökumenn dóu en í ár dóu 4 ökumenn. Meðalhraði sigurvegarans í keppninni í ár, John McGuinness á Honda CBR1000RR, var 213,5 km/klst.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent